„Nauðsynlegar aðgerðir,“ segir Bush 19. september 2008 14:45 George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ræðir við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í Washington. Mynd/AP „Þær stundir hafa komið upp í bandarískri sögu að nauðsynlegt hefur verið að grípa til aðgerða. Sú stund er runnin upp,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum fyrir stundu að loknum fundi með Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, Christopher Cox, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og fleirum. Bush fór yfir aðgerðir stjórnvalda upp á síðkastið sem falið hafa í sér viðamiklar björgunaraðgerðir, svo sem þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac auk yfirtöku á tryggingarisanum AIG. Þá fór hann lítillega yfir tillögur stjórnvalda að setja á laggirnar sjóð sem taka muni við verðlausum skuldabréfavafningum bandarískra fjármálafyrirtækja og öðrum bréfum og banni við skortsölu auk hertari reglna um starfsemi fjármálafyrirtækja og verðbréfaviðskipti. „Þeir sem verða staðnir að því að brjóta reglurnar verða dæmdir,“ sagði forsetinn og lagði áherslu á að hefði ekki verið gripið til þessara umsvifamiklu aðgerða hefði verið hætta á að hagkerfið hefði lent í miklum hremmingum með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Þá vonaðist forsetinn til þess að aðgerðirnar, sem muni kosta skattgreiðendur hundruð milljarða dala, muni skila sér í aukinni trú á fjármálakerfið, sem hafi beðið skipsbrot upp á síðkastið. . Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Þær stundir hafa komið upp í bandarískri sögu að nauðsynlegt hefur verið að grípa til aðgerða. Sú stund er runnin upp,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum fyrir stundu að loknum fundi með Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, Christopher Cox, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og fleirum. Bush fór yfir aðgerðir stjórnvalda upp á síðkastið sem falið hafa í sér viðamiklar björgunaraðgerðir, svo sem þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac auk yfirtöku á tryggingarisanum AIG. Þá fór hann lítillega yfir tillögur stjórnvalda að setja á laggirnar sjóð sem taka muni við verðlausum skuldabréfavafningum bandarískra fjármálafyrirtækja og öðrum bréfum og banni við skortsölu auk hertari reglna um starfsemi fjármálafyrirtækja og verðbréfaviðskipti. „Þeir sem verða staðnir að því að brjóta reglurnar verða dæmdir,“ sagði forsetinn og lagði áherslu á að hefði ekki verið gripið til þessara umsvifamiklu aðgerða hefði verið hætta á að hagkerfið hefði lent í miklum hremmingum með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Þá vonaðist forsetinn til þess að aðgerðirnar, sem muni kosta skattgreiðendur hundruð milljarða dala, muni skila sér í aukinni trú á fjármálakerfið, sem hafi beðið skipsbrot upp á síðkastið. .
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira