Peningaskápurinn ... 6. mars 2008 00:01 Jón Ólafsson Eins og kunnugt er hafnaði breskur dómsstóll frávísunarkröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í meiðyrðamáli hans og Jóns Ólafssonar í vikubyrjun. Jón höfðaði mál gegn Hannesi árið 2004 en Hannes hafði gefið í skyn í ræðu og á heimasíðu sinni að Jón hefði efnast á ólöglegan hátt. Var hann í kjölfarið dæmdur til að greiða Jóni átta milljónir króna í skaðabætur auk kostnaðar og vaxta. Áhugi fólks hefur greinilega vaknað á Jóni síðustu misserin en heyrst hefur að ævisaga hans frá árinu 2005 sé einkar vinsæl á bókamarkaðnum í Perlunni um þessar mundir. Bókin er á tæpar 700 krónur, sem er frekar lítið fyrir 500 blaðsíðna doðrant. Toppmenn í vatninuJón hefur slegið í gegn á fleiri stöðum en á bókamarkaðnum í Perlunni. Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem Jón og Kristján sonur hans eiga að mestu og stýra og selur margverðlaunað átappað vatn úr Ölfusinu í flöskum undir merkjum Icelandic Glacial hefur verið á rjúkandi ferð upp á síðkastið. Fyrirtækið hefur fengið heilmikla athygli víða um heim, nú síðast á Óskarsverðlaunahátíðinni en þar svöluðu heimsþekktar en þorstlátar kvikmyndastjörnur sér á vatni feðganna úr Ölfusinu. Svo virðist sem hrakspár um efnahagssamdrátt hafi ekki ratað inn fyrir dyr Icelandic Water Holdings því fyrirtækið hefur fjölgað fólki á sama tíma og aðrir standa í uppsögnum. Á meðal nýráðinna starfsmanna eru tveir stórjaxlar úr bandarískum drykkjavörugeira. Þeir eru Daniel Stepper, frá Coke, og James Harris, sem áður var einn af markaðsstjórum Fiji Waters, helsta keppinauti Icelandic Glacial vestanhafs. Munu þeir eiga að hjálpa til við stóraukna markaðshlutdeild úti í hinum stóra og harða heimi vatnsbransans. Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Eins og kunnugt er hafnaði breskur dómsstóll frávísunarkröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í meiðyrðamáli hans og Jóns Ólafssonar í vikubyrjun. Jón höfðaði mál gegn Hannesi árið 2004 en Hannes hafði gefið í skyn í ræðu og á heimasíðu sinni að Jón hefði efnast á ólöglegan hátt. Var hann í kjölfarið dæmdur til að greiða Jóni átta milljónir króna í skaðabætur auk kostnaðar og vaxta. Áhugi fólks hefur greinilega vaknað á Jóni síðustu misserin en heyrst hefur að ævisaga hans frá árinu 2005 sé einkar vinsæl á bókamarkaðnum í Perlunni um þessar mundir. Bókin er á tæpar 700 krónur, sem er frekar lítið fyrir 500 blaðsíðna doðrant. Toppmenn í vatninuJón hefur slegið í gegn á fleiri stöðum en á bókamarkaðnum í Perlunni. Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem Jón og Kristján sonur hans eiga að mestu og stýra og selur margverðlaunað átappað vatn úr Ölfusinu í flöskum undir merkjum Icelandic Glacial hefur verið á rjúkandi ferð upp á síðkastið. Fyrirtækið hefur fengið heilmikla athygli víða um heim, nú síðast á Óskarsverðlaunahátíðinni en þar svöluðu heimsþekktar en þorstlátar kvikmyndastjörnur sér á vatni feðganna úr Ölfusinu. Svo virðist sem hrakspár um efnahagssamdrátt hafi ekki ratað inn fyrir dyr Icelandic Water Holdings því fyrirtækið hefur fjölgað fólki á sama tíma og aðrir standa í uppsögnum. Á meðal nýráðinna starfsmanna eru tveir stórjaxlar úr bandarískum drykkjavörugeira. Þeir eru Daniel Stepper, frá Coke, og James Harris, sem áður var einn af markaðsstjórum Fiji Waters, helsta keppinauti Icelandic Glacial vestanhafs. Munu þeir eiga að hjálpa til við stóraukna markaðshlutdeild úti í hinum stóra og harða heimi vatnsbransans.
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira