Bankahólfið: Tapaði bunka 12. mars 2008 00:01 Dagskrá í tengslum við opnun hjá Tolla Tolli og Bubbi Það eru ekki bara milljónerar sem tapa háum fjárhæðum í niðursveiflunni á markaðnum. Venjulegt fólk tapar líka peningum - og rokkstjörnur. Bubbi Morthens hefur hagnast vel á sínu sviði enda frábær listamaður. Hann gerði til dæmis samning við Sjóvá sem tryggði honum væna summu í sinn vasa fyrir vikið. Eitthvað hefur kallinn verið að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum undanfarið. Í þættinum hans, Bandinu hans Bubba á Stöð 2, var hann að dæma einn keppandann sem stóð sig ekki vel í þættinum. Sagðist hann hafa veðjað á hann vikuna áður. „En ég veðjaði líka á FL Group og tapaði alveg bunka af milljónum þar," sagði kappinn í þættinum. Bunki er svolítið meira en ein eða tvær milljónir. SpádómsgáfaÞeir eru greinilega gæddir spádómsgáfu, gjaldeyrisspekúlantarnir í Landsbankanum. Nú er bankinn í efsta sæti Reuters Foreign Exchange Poll, sem mælir nákvæmni í spá greiningaraðila um gengi Bandaríkjadals einn mánuð fram í tímann. Reuters greinir nákvæmni greiningaraðilanna eftir því hve nálægt mánaðarspá þeirra er lokagildi síðasta viðskiptadags hvers mánaðar. Sú spá sem er næst lokagildinu gefur 50 stig meðan sú næsta gefur 49 stig. Staða ársins er fengin með því að leggja saman stig janúar- og febrúarmánaðar. Landsbankinn hefur hlotið 253 stig af 300 mögulegum og er í efsta sæti. TD Securities í Toronto er í öðru sæti með 241 stig og DZ Bank í Frankfurt í því þriðja með 232 stig.Æ, æSamkeppnin um að vera markaðsfyrirtæki ársins er mikil. Um daginn sendi Glitnir frá sér fréttatilkynningu þar sem segir í fyrirsögn að fyrirtækið hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins 2007. Í tilkynningunni kemur fram að fagfólk í markaðsmálum hafi valið Glitni markaðsfyrirtæki ársins í könnun sem framkvæmd var af Capacent fyrir Ímark. Stjórn Ímark segir svolítið langsótt að draga þá ályktun að Glitnir hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins af íslensku markaðsfólki því könnunin fjalli ekki um það. Glitnir standi sig vissulega vel í markaðsmálum en á hverju ári velji Ímark markaðsfyrirtæki ársins með mun ítarlegri hætti. „Í október síðastliðinn valdi Ímark Landsbankann sem markaðsfyrirtæki ársins 2007 og hefur engin breyting orðið þar á,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Ímark. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Það eru ekki bara milljónerar sem tapa háum fjárhæðum í niðursveiflunni á markaðnum. Venjulegt fólk tapar líka peningum - og rokkstjörnur. Bubbi Morthens hefur hagnast vel á sínu sviði enda frábær listamaður. Hann gerði til dæmis samning við Sjóvá sem tryggði honum væna summu í sinn vasa fyrir vikið. Eitthvað hefur kallinn verið að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum undanfarið. Í þættinum hans, Bandinu hans Bubba á Stöð 2, var hann að dæma einn keppandann sem stóð sig ekki vel í þættinum. Sagðist hann hafa veðjað á hann vikuna áður. „En ég veðjaði líka á FL Group og tapaði alveg bunka af milljónum þar," sagði kappinn í þættinum. Bunki er svolítið meira en ein eða tvær milljónir. SpádómsgáfaÞeir eru greinilega gæddir spádómsgáfu, gjaldeyrisspekúlantarnir í Landsbankanum. Nú er bankinn í efsta sæti Reuters Foreign Exchange Poll, sem mælir nákvæmni í spá greiningaraðila um gengi Bandaríkjadals einn mánuð fram í tímann. Reuters greinir nákvæmni greiningaraðilanna eftir því hve nálægt mánaðarspá þeirra er lokagildi síðasta viðskiptadags hvers mánaðar. Sú spá sem er næst lokagildinu gefur 50 stig meðan sú næsta gefur 49 stig. Staða ársins er fengin með því að leggja saman stig janúar- og febrúarmánaðar. Landsbankinn hefur hlotið 253 stig af 300 mögulegum og er í efsta sæti. TD Securities í Toronto er í öðru sæti með 241 stig og DZ Bank í Frankfurt í því þriðja með 232 stig.Æ, æSamkeppnin um að vera markaðsfyrirtæki ársins er mikil. Um daginn sendi Glitnir frá sér fréttatilkynningu þar sem segir í fyrirsögn að fyrirtækið hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins 2007. Í tilkynningunni kemur fram að fagfólk í markaðsmálum hafi valið Glitni markaðsfyrirtæki ársins í könnun sem framkvæmd var af Capacent fyrir Ímark. Stjórn Ímark segir svolítið langsótt að draga þá ályktun að Glitnir hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins af íslensku markaðsfólki því könnunin fjalli ekki um það. Glitnir standi sig vissulega vel í markaðsmálum en á hverju ári velji Ímark markaðsfyrirtæki ársins með mun ítarlegri hætti. „Í október síðastliðinn valdi Ímark Landsbankann sem markaðsfyrirtæki ársins 2007 og hefur engin breyting orðið þar á,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Ímark.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira