Bankahólfið: Glatt á hjalla 19. mars 2008 00:01 Hluthafar Bakkavarar voru hæstánægðir á aðalfundi félagsins í Þjóðleikhúsinu á föstudag í síðustu viku. Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, átti stórleik á Stóra sviðinu þegar hann lauk hefðbundinni tölu um ganginn á fyrirtækinu, gekk fram fyrir pontu og ræddi vítt og breitt um reksturinn næstu ár. Ekki minnkaði gleðin þegar Ágúst sleit fundinum og bauð gestum upp á veitingar. Bakkavör hefur í gegnum árin gert vel við hluthafa sína og virðist lítið lát á, því stjórnendur höfðu flutt inn bæði mat og kokka frá þeim þremur heimsálfum sem félagið starfar í. Úrvalið var eftir því: þrjú hlaðborð með réttum frá hverri heimsálfu og kokkum sem fræddu gesti um töfra matargerðarlistarinnar. Ekki feitirÍ gegnum árin hefur það af og til valdið miklum úlfaþyt í samfélaginu þegar starfsmenn fjármálafyrirtækja fá kauprétt í félögum sem þeir starfa hjá. Hefur það nánast alltaf verið ávísun á mikinn hagnað þar sem gengið í slíkum samningum er hagstætt miðað við þróun á mörkuðum. Þannig fengu starfsmenn Kaupþings kauprétt í bankanum í desember 2006 sem þeir máttu nýta nú í febrúar að einum þriðja hluta. Hins vegar er ólíklegt að nokkur þeirra hafi nýtt sér þennan kauprétt. Gengið bréfanna í samningnum í ár var 830. Það er ekki gáfulegt að kaupa Kaupþingsbréf á því gengi þegar gengi bankans í febrúar var nær 700. Það eru sem sagt fleiri en stóru hákarlarnir sem verða fyrir barðinu á lækkunum þessar vikurnar. Fólkið á gólfinu missir líka spón úr aski sínum.Samruni?Í nokkurn tíma hefur verið rætt um mögulega samruna á fjármálamarkaði og þá helst horft til smærri fyrirtækja í þeim geira. Glöggir samsæriskenningasmiðir voru hins vegar ekki lengi að sjá út „líklegan“ samruna þegar Straumur-Burðarás frestaði aðalfundi sínum frá 3. apríl til 15. apríl og gefa lítið fyrir þær skýringar að yfirmenn bankans hafi ekki getað mætt á fyrri dagsetninguna sökum einhverra anna. Aðalfundur Landsbankans, sem raunar var fyrstur bankanna til að birta uppgjör í janúar, er nefnilega á dagskrá 23. apríl, og er bankinn þá síðastur í hópnum til að halda aðalfund. Væntanlega liggur þó fyrir 7. apríl hvort á dagskránni verður yfirtaka á Straumi, en þá verða tillögur til aðalfundar teknar fyrir í stjórn bankans. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Hluthafar Bakkavarar voru hæstánægðir á aðalfundi félagsins í Þjóðleikhúsinu á föstudag í síðustu viku. Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, átti stórleik á Stóra sviðinu þegar hann lauk hefðbundinni tölu um ganginn á fyrirtækinu, gekk fram fyrir pontu og ræddi vítt og breitt um reksturinn næstu ár. Ekki minnkaði gleðin þegar Ágúst sleit fundinum og bauð gestum upp á veitingar. Bakkavör hefur í gegnum árin gert vel við hluthafa sína og virðist lítið lát á, því stjórnendur höfðu flutt inn bæði mat og kokka frá þeim þremur heimsálfum sem félagið starfar í. Úrvalið var eftir því: þrjú hlaðborð með réttum frá hverri heimsálfu og kokkum sem fræddu gesti um töfra matargerðarlistarinnar. Ekki feitirÍ gegnum árin hefur það af og til valdið miklum úlfaþyt í samfélaginu þegar starfsmenn fjármálafyrirtækja fá kauprétt í félögum sem þeir starfa hjá. Hefur það nánast alltaf verið ávísun á mikinn hagnað þar sem gengið í slíkum samningum er hagstætt miðað við þróun á mörkuðum. Þannig fengu starfsmenn Kaupþings kauprétt í bankanum í desember 2006 sem þeir máttu nýta nú í febrúar að einum þriðja hluta. Hins vegar er ólíklegt að nokkur þeirra hafi nýtt sér þennan kauprétt. Gengið bréfanna í samningnum í ár var 830. Það er ekki gáfulegt að kaupa Kaupþingsbréf á því gengi þegar gengi bankans í febrúar var nær 700. Það eru sem sagt fleiri en stóru hákarlarnir sem verða fyrir barðinu á lækkunum þessar vikurnar. Fólkið á gólfinu missir líka spón úr aski sínum.Samruni?Í nokkurn tíma hefur verið rætt um mögulega samruna á fjármálamarkaði og þá helst horft til smærri fyrirtækja í þeim geira. Glöggir samsæriskenningasmiðir voru hins vegar ekki lengi að sjá út „líklegan“ samruna þegar Straumur-Burðarás frestaði aðalfundi sínum frá 3. apríl til 15. apríl og gefa lítið fyrir þær skýringar að yfirmenn bankans hafi ekki getað mætt á fyrri dagsetninguna sökum einhverra anna. Aðalfundur Landsbankans, sem raunar var fyrstur bankanna til að birta uppgjör í janúar, er nefnilega á dagskrá 23. apríl, og er bankinn þá síðastur í hópnum til að halda aðalfund. Væntanlega liggur þó fyrir 7. apríl hvort á dagskránni verður yfirtaka á Straumi, en þá verða tillögur til aðalfundar teknar fyrir í stjórn bankans.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira