Stúkan dýra 31. mars 2008 06:00 Ef ábyrg stjórnvöld væru við völd í Reykjavík væru viðbrögðin við svimandi háum bakreikningi frá KSÍ vegna stúkubyggingarinnar í Laugardal önnur en raun ber vitni. Hlutverk borgaryfirvalda ætti að vera það að halda utan um buddu borgarsjóðs og vísa ábyrgð borgarinnar á framúrkeyrslunni á bug, eins og efnisatriði málsins styðja. En bitur og særður meirihluti í Reykjavík, með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson formann borgaráðs í broddi fylkingar, ólmast þess í stað við að koma ábyrgð yfir á pólitíska andstæðinga og þar með Reykjavíkurborg eftir langsóttum krókaleiðum. Svaðið sem Vilhjálmur og meirihlutinn heldur sig í er orðið niðurstappað og einmanalegt og vonin um að komast upp úr því virðist slokknuð, hagsmunir borgarinnar og önnur slík æðri markmið hafa fjarlægst og allt kapp er lagt á að draga fleiri í svaðið með réttu eða röngu. Þessi ófrægingarherferð meirihlutans er sérstaklega ómerkileg í ljósi þess að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lét það sjálfur dragast í meira en þrjá mánuði að skipa fulltrúa meirihlutans í byggingarnefnd Laugardalsvallar eftir kosningar 2006. Hann getur því kennt sér sjálfum um það að ekki var fundað í byggingarnefnd það sumar. Vilhjálmur fékk einnig að vita um framútkeyrslu KSÍ sem borgarstjóri snemma hausts 2006 en hann gerði borgarráði aldrei grein fyrir málinu. Hins vegar lét Dagur B. Eggertsson borgarlögmann fara yfir málið um leið og honum var gert viðvart um það haustið 2007 og gerði borgarráði grein fyrir því í kjölfarið. Örvæntingarfullt fólk sem hefur engu að tapa sést ekki alltaf fyrir, það grípur stundum til örþrifaráða sem festa það í svaðinu og bætir í engu þeirra stöðu. Oddvitar meirihlutans í Reykjavík eru örvæntingarfullir og hafa pólitískt engu að tapa. Reykjavíkurborg hefur hinsvegar miklu að tapa, því er óverjandi fyrir oddvitana örvæntingarfullu og aðra borgarfulltrúa meirihlutans að vinna geng hagsmunum borgarinnar, í langsóttri tilraun til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Elsa Smáradóttir Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Sjá meira
Ef ábyrg stjórnvöld væru við völd í Reykjavík væru viðbrögðin við svimandi háum bakreikningi frá KSÍ vegna stúkubyggingarinnar í Laugardal önnur en raun ber vitni. Hlutverk borgaryfirvalda ætti að vera það að halda utan um buddu borgarsjóðs og vísa ábyrgð borgarinnar á framúrkeyrslunni á bug, eins og efnisatriði málsins styðja. En bitur og særður meirihluti í Reykjavík, með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson formann borgaráðs í broddi fylkingar, ólmast þess í stað við að koma ábyrgð yfir á pólitíska andstæðinga og þar með Reykjavíkurborg eftir langsóttum krókaleiðum. Svaðið sem Vilhjálmur og meirihlutinn heldur sig í er orðið niðurstappað og einmanalegt og vonin um að komast upp úr því virðist slokknuð, hagsmunir borgarinnar og önnur slík æðri markmið hafa fjarlægst og allt kapp er lagt á að draga fleiri í svaðið með réttu eða röngu. Þessi ófrægingarherferð meirihlutans er sérstaklega ómerkileg í ljósi þess að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lét það sjálfur dragast í meira en þrjá mánuði að skipa fulltrúa meirihlutans í byggingarnefnd Laugardalsvallar eftir kosningar 2006. Hann getur því kennt sér sjálfum um það að ekki var fundað í byggingarnefnd það sumar. Vilhjálmur fékk einnig að vita um framútkeyrslu KSÍ sem borgarstjóri snemma hausts 2006 en hann gerði borgarráði aldrei grein fyrir málinu. Hins vegar lét Dagur B. Eggertsson borgarlögmann fara yfir málið um leið og honum var gert viðvart um það haustið 2007 og gerði borgarráði grein fyrir því í kjölfarið. Örvæntingarfullt fólk sem hefur engu að tapa sést ekki alltaf fyrir, það grípur stundum til örþrifaráða sem festa það í svaðinu og bætir í engu þeirra stöðu. Oddvitar meirihlutans í Reykjavík eru örvæntingarfullir og hafa pólitískt engu að tapa. Reykjavíkurborg hefur hinsvegar miklu að tapa, því er óverjandi fyrir oddvitana örvæntingarfullu og aðra borgarfulltrúa meirihlutans að vinna geng hagsmunum borgarinnar, í langsóttri tilraun til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Höfundur er borgarfulltrúi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun