Fagra Ísland – dagur sex Ögmundur Jónasson skrifar 7. apríl 2008 00:01 Sannast sagna hafði ég vonað að ég þyrfti aldrei að skrifa grein undir þessari fyrirsögn. Eins og menn muna er samkvæmt umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, sem ber heitið Fagra Ísland, ekki gert ráð fyrir frekari stóriðjuuppbyggingu þar til heildstæð áætlun um náttúruvernd liggur fyrir. Í kosningabaráttunni var hamrað á því að næstu fimm árin yrði stóriðjuhlé ef Samfylkingin kæmist til valda. Nú brá svo við eftir kosningar að þessi stefna var grafin og gleymd. Hver dagur svikinna loforða rak annan. Skrifaði ég nokkrar greinar í Fréttablaðið sem tölusettu dagana sem Samfylkingin sveik kosningaloforð sín í umhverfismálum. Í lok júní gerði ég hlé á þessu bókhaldi en þá var ég kominn í fimm svikadaga. Á fimmta deginum var það sjálfur umhverfisráðherrann, Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem átt hafði senuna en þá hafði hún verið spurð á Stöð 2 hvort ríkisstjórnin ætlaði ekki að hlutast til um hvernig Landsvirkjun svaraði ósk Alcans um framlengingu á raforkusamningi vegna stækkunar í Straumsvík. Umhverfisráðherra kvaðst alls ekki myndu gera það enda væru Landsvirkjun og Alcan „bara fyrirtæki á markaði eins og önnur fyrirtæki og þau verða bara að ná sínum samningum eins og aðrir". Svona talaði umhverfisráðherra sem kosinn var á þing vegna fyrirheita um stóriðjuhlé í fimm ár. Þessi afstaða til gjörða Landsvirkjunar var harla undarleg í ljósi þess að Landsvirkjun er í eigu þjóðarinnar og lýtur forræði kjörinna fulltrúa hennar, þar á meðal umhverfisráðherra og annarra handhafa stefnu Samfylkingarinnar sem kjörnir voru í nafni Fagra Íslands. Síðan gerist það á fimmtudaginn í síðustu viku að upp rennur enn einn dagurinn í svikasögu Samfylkingarinnar í umhverfismálum. Þá hafnar umhverfisráðherra kæru Landverndar vegna álverksmiðju í Helguvík. Umhverfisráðherra kvað sína eigin ákvörðun um að hafna kærunni ekki vera sér að skapi. En svona væri þetta bara, hún gæti hugsað sér að breyta stjórnarskránni. En hvernig væri að reyna að breyta stefnu ríkisstjórnar sem Samfylkingin á aðild að og standa þannig við þau fyrirheit sem kjósendum voru gefin fyrir síðustu alþingiskosningar?Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sannast sagna hafði ég vonað að ég þyrfti aldrei að skrifa grein undir þessari fyrirsögn. Eins og menn muna er samkvæmt umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, sem ber heitið Fagra Ísland, ekki gert ráð fyrir frekari stóriðjuuppbyggingu þar til heildstæð áætlun um náttúruvernd liggur fyrir. Í kosningabaráttunni var hamrað á því að næstu fimm árin yrði stóriðjuhlé ef Samfylkingin kæmist til valda. Nú brá svo við eftir kosningar að þessi stefna var grafin og gleymd. Hver dagur svikinna loforða rak annan. Skrifaði ég nokkrar greinar í Fréttablaðið sem tölusettu dagana sem Samfylkingin sveik kosningaloforð sín í umhverfismálum. Í lok júní gerði ég hlé á þessu bókhaldi en þá var ég kominn í fimm svikadaga. Á fimmta deginum var það sjálfur umhverfisráðherrann, Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem átt hafði senuna en þá hafði hún verið spurð á Stöð 2 hvort ríkisstjórnin ætlaði ekki að hlutast til um hvernig Landsvirkjun svaraði ósk Alcans um framlengingu á raforkusamningi vegna stækkunar í Straumsvík. Umhverfisráðherra kvaðst alls ekki myndu gera það enda væru Landsvirkjun og Alcan „bara fyrirtæki á markaði eins og önnur fyrirtæki og þau verða bara að ná sínum samningum eins og aðrir". Svona talaði umhverfisráðherra sem kosinn var á þing vegna fyrirheita um stóriðjuhlé í fimm ár. Þessi afstaða til gjörða Landsvirkjunar var harla undarleg í ljósi þess að Landsvirkjun er í eigu þjóðarinnar og lýtur forræði kjörinna fulltrúa hennar, þar á meðal umhverfisráðherra og annarra handhafa stefnu Samfylkingarinnar sem kjörnir voru í nafni Fagra Íslands. Síðan gerist það á fimmtudaginn í síðustu viku að upp rennur enn einn dagurinn í svikasögu Samfylkingarinnar í umhverfismálum. Þá hafnar umhverfisráðherra kæru Landverndar vegna álverksmiðju í Helguvík. Umhverfisráðherra kvað sína eigin ákvörðun um að hafna kærunni ekki vera sér að skapi. En svona væri þetta bara, hún gæti hugsað sér að breyta stjórnarskránni. En hvernig væri að reyna að breyta stefnu ríkisstjórnar sem Samfylkingin á aðild að og standa þannig við þau fyrirheit sem kjósendum voru gefin fyrir síðustu alþingiskosningar?Höfundur er þingmaður.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar