Þjálfarar KR þurfa að hlaupa 22 spretti 17. nóvember 2008 21:31 Benedikt Guðmundsson er eflaust farinn að sjá eftir samkomulaginu sem hann gerði við leikmenn sína Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður með 103-48 stórsigur sinna manna á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld, en þessum áttunda sigri liðsins í röð fylgir þó ekki eintóm gleði fyrir þjálfarann. "Menn mætu með blóðbragð í munninum í kvöld en menn hafa dálítið verið að velja sér leiki til þess að undanförnu og það gengur ekki. Menn hafa mætt vel klárir í leikina á móti suðurnesjaliðunum en menn verða að gera í hverjum einasta leik og það er nokkuð sem ég er að reyna að fá fram hjá þeim," sagði Benedikt í samtali við Vísi eftir leikinn. Benedikt gaf það upp í útvarpsþættinum Skjálfanda í dag að hann hefði hótað strákunum í liðinu að láta þá hlaupa einn sprett fyrir hvert stig umfram 70 sem Njarðvíkingar myndu skora í kvöld - en hann og Ingi Þór aðstoðarmaður hans áttu á sama hátt að hlaupa einn sprett fyrir hvert stig sem KR héldi Njarðvík undir 70 stigunum. "Ég fékk strákana til að lofa því að hlaupa eitt "suicide" fyrir hvert stig sem Njarðvík myndi skora umfram 70 stigin, en við þjálfararnir ætluðum að taka einn sprett fyrir hvert stig sem þeir héldu þeim undir 70 stigum - svo ég er svona mátulega hress," sagði Benedikt glottandi. "Við sömdum reyndar um að þeir myndu hlaupa þessa spretti á brókinni, en þeir kannast ekki við það núna," sagði Fannar Ólafsson, miðherji KR og hló þegar Vísir spurði hann út í samninginn. Benedikt sagði herbragð KR-inga í kvöld hafa verið að halda aftur af skyttum Njarðvíkinga og það hefði tekist. "Við lögðum upp með að loka á Loga og Magnús og það fór ekki mikið fyrir þeim. Ég held þeir hafi verið með tvö stig samanlagt í fyrri hálfleik. Það var algjört forgangsverkefni að stöðva þá," sagði Benedikt. En er hægt að stöðva KR-liðið sem nú hefur unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni? "Við höfum nú reynt að stoppa okkur sjálfir í vetur, þannig að með samstilltu átaki okkar sjálfra og andstæðinganna er það ábyggilega hægt," sagði Benedikt í léttum dúr. Dominos-deild karla Tengdar fréttir KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. 17. nóvember 2008 20:54 Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. 17. nóvember 2008 21:14 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður með 103-48 stórsigur sinna manna á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld, en þessum áttunda sigri liðsins í röð fylgir þó ekki eintóm gleði fyrir þjálfarann. "Menn mætu með blóðbragð í munninum í kvöld en menn hafa dálítið verið að velja sér leiki til þess að undanförnu og það gengur ekki. Menn hafa mætt vel klárir í leikina á móti suðurnesjaliðunum en menn verða að gera í hverjum einasta leik og það er nokkuð sem ég er að reyna að fá fram hjá þeim," sagði Benedikt í samtali við Vísi eftir leikinn. Benedikt gaf það upp í útvarpsþættinum Skjálfanda í dag að hann hefði hótað strákunum í liðinu að láta þá hlaupa einn sprett fyrir hvert stig umfram 70 sem Njarðvíkingar myndu skora í kvöld - en hann og Ingi Þór aðstoðarmaður hans áttu á sama hátt að hlaupa einn sprett fyrir hvert stig sem KR héldi Njarðvík undir 70 stigunum. "Ég fékk strákana til að lofa því að hlaupa eitt "suicide" fyrir hvert stig sem Njarðvík myndi skora umfram 70 stigin, en við þjálfararnir ætluðum að taka einn sprett fyrir hvert stig sem þeir héldu þeim undir 70 stigum - svo ég er svona mátulega hress," sagði Benedikt glottandi. "Við sömdum reyndar um að þeir myndu hlaupa þessa spretti á brókinni, en þeir kannast ekki við það núna," sagði Fannar Ólafsson, miðherji KR og hló þegar Vísir spurði hann út í samninginn. Benedikt sagði herbragð KR-inga í kvöld hafa verið að halda aftur af skyttum Njarðvíkinga og það hefði tekist. "Við lögðum upp með að loka á Loga og Magnús og það fór ekki mikið fyrir þeim. Ég held þeir hafi verið með tvö stig samanlagt í fyrri hálfleik. Það var algjört forgangsverkefni að stöðva þá," sagði Benedikt. En er hægt að stöðva KR-liðið sem nú hefur unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni? "Við höfum nú reynt að stoppa okkur sjálfir í vetur, þannig að með samstilltu átaki okkar sjálfra og andstæðinganna er það ábyggilega hægt," sagði Benedikt í léttum dúr.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. 17. nóvember 2008 20:54 Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. 17. nóvember 2008 21:14 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira
KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. 17. nóvember 2008 20:54
Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44
Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. 17. nóvember 2008 21:14