Tímabært frumkvæði Jón Sigurðsson skrifar 20. september 2008 00:01 Dag eftir dag berast nýjar fregnir sem staðfesta að forsendurnar eru horfnar undan íslensku krónunni og peningamálastjórninni. Það eru djúpir straumar sem þessu valda, auk uppnáms á erlendum mörkuðum. Ísland er orðið hluti af miklu stærri efnahags- og viðskiptaheild. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að þetta verði viðurkennt þegar í stað og stefna mótuð á raunhæfum grundvelli. Þetta er ekki „sök" krónunnar eða Seðlabankans og illyrði um stjórnendur Seðlabankans dæma sig sjálf. Þrír forystumenn Framsóknarflokksins hafa nú tekið öflugt frumkvæði í umræðunum um þessi mikilvægu mál. Með grein í Fréttablaðinu 18. sept. hafa þau Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson alþingismaður og Páll Magnússon bæjarritari sýnt fram á færa leið til almennrar sáttar um athafnir sem ekki mega bíða lengur. Besta leiðin til að ná almennu samkomulagi og sátt um slíka stefnumótun er að viðhafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þá gengur þjóðin fyrst til atkvæða um að leggja fram aðildarumsókn og hefja samningaferli. Ef samningar nást eru þeir síðan lagðir fyrir þjóðina til staðfestingar eða synjunar. Með þessu er opnuð leið til að fá fram vilja þjóðarinnar óháð flokkslínum og án frekari tafar. Með þessu er opnuð leið fyrir alla forystumenn þjóðarinnar til að sameinast um aðferð, enda þótt menn muni eftir sem áður berjast fyrir ólíkum sjónarmiðum í Evrópumálunum. Með þessu eru leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, til dæmis, losaðir úr erfiðri stöðu og forystu Samfylkingarinnar gefst færi á að standa við stóru orðin sín. Þessi leið er einnig í fullu samræmi við þá stefnu sem Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað. Ekki er eftir neinu að bíða í þessum málum lengur. Aðstaða Íslendinga fer versnandi og ekkert bendir til þess að það breytist á betri veg. Menn höfðu til skamms tíma metið það svo að við gætum tekið til hjá okkur og valið okkur síðan tíma í styrkleika til samninga við Evrópusambandið. Atburðarásir á þessu ári hafa alveg kollvarpað þessum hugmyndum. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að menn opni augun fyrir því að horfurnar hafa allar breyst á verri veg. Við verðum þegar í stað að taka á málunum. Þess vegna er þetta frumkvæði tímabært og mikilvægt og nú er þess að vænta að almenningur og atvinnulífið ýti á eftir þessum tillögum forystumannanna þriggja. - Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Dag eftir dag berast nýjar fregnir sem staðfesta að forsendurnar eru horfnar undan íslensku krónunni og peningamálastjórninni. Það eru djúpir straumar sem þessu valda, auk uppnáms á erlendum mörkuðum. Ísland er orðið hluti af miklu stærri efnahags- og viðskiptaheild. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að þetta verði viðurkennt þegar í stað og stefna mótuð á raunhæfum grundvelli. Þetta er ekki „sök" krónunnar eða Seðlabankans og illyrði um stjórnendur Seðlabankans dæma sig sjálf. Þrír forystumenn Framsóknarflokksins hafa nú tekið öflugt frumkvæði í umræðunum um þessi mikilvægu mál. Með grein í Fréttablaðinu 18. sept. hafa þau Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson alþingismaður og Páll Magnússon bæjarritari sýnt fram á færa leið til almennrar sáttar um athafnir sem ekki mega bíða lengur. Besta leiðin til að ná almennu samkomulagi og sátt um slíka stefnumótun er að viðhafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þá gengur þjóðin fyrst til atkvæða um að leggja fram aðildarumsókn og hefja samningaferli. Ef samningar nást eru þeir síðan lagðir fyrir þjóðina til staðfestingar eða synjunar. Með þessu er opnuð leið til að fá fram vilja þjóðarinnar óháð flokkslínum og án frekari tafar. Með þessu er opnuð leið fyrir alla forystumenn þjóðarinnar til að sameinast um aðferð, enda þótt menn muni eftir sem áður berjast fyrir ólíkum sjónarmiðum í Evrópumálunum. Með þessu eru leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, til dæmis, losaðir úr erfiðri stöðu og forystu Samfylkingarinnar gefst færi á að standa við stóru orðin sín. Þessi leið er einnig í fullu samræmi við þá stefnu sem Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað. Ekki er eftir neinu að bíða í þessum málum lengur. Aðstaða Íslendinga fer versnandi og ekkert bendir til þess að það breytist á betri veg. Menn höfðu til skamms tíma metið það svo að við gætum tekið til hjá okkur og valið okkur síðan tíma í styrkleika til samninga við Evrópusambandið. Atburðarásir á þessu ári hafa alveg kollvarpað þessum hugmyndum. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að menn opni augun fyrir því að horfurnar hafa allar breyst á verri veg. Við verðum þegar í stað að taka á málunum. Þess vegna er þetta frumkvæði tímabært og mikilvægt og nú er þess að vænta að almenningur og atvinnulífið ýti á eftir þessum tillögum forystumannanna þriggja. - Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun