Hlynur og Sigurður taka við þjálfun Snæfells Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2008 15:02 Hlynur Bæringsson, leikmaður og þjálfari Snæfells. Mynd/E. Stefán Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson, leikmenn Snæfells, hafa tekið við þjálfun liðsins af Jordanco Davitkov en samningi hans var sagt upp í gærkvöldi. Auk Davitkov var samningum þriggja leikmanna sagt upp, þeirra Nate Brown, Tome Disiljev og Nikola Dzeverdanovic. Var þetta gert vegna efnahagsástandsins í landinu. Hlynur sagði í samtali við Vísi að vonandi væri þetta fyrirkomulag tímabundið. „Við ætlum að reyna að finna einhvern til að hjálpa okkur. En það eru engir peningar til," sagði Hlynur. „Þetta er auðvitað ekki fyrsti kostur að maður fari að þjálfa félagana sína en maður gerir bara það sem þarf að gera. Vonandi að maður komist sómasamlega frá þessu." „Ég sé mikið eftir strákunum og vorkenni þeim að þeir hafi misst vinnuna. Ég efast um að ástandið í Makedóníu til dæmis sé mikið betra. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt." Þrjú félög í efstu deild karla í körfubolta hafa nú sagt upp samningu erlendu leikmanna sinna. Hlynur býst við að fleiri fylgi í kjölfarið. „Maður bíður núna bara eftir frekari fregnum af þessum málum. En auðvitað fer þetta eftir liðunum. Ég skil auðvitað stöðu Tindastóls og Þórs mjög vel enda ekki með breiðan leikmannahóp." Hann býst jafnvel við að toppliðin í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - feti í sömu fótspor. „Ef eitt toppliðið gerir þetta tel ég að hin muni fylgja fljótlega á eftir. KR og Grindavík eru gríðarlega vel mönnuð og hagnast langmest á þessu ástandi. En ég alls ekki að höfða til samviskunnar hjá þessum félögum. Ef einhver félög geta haldið útlendingum sínum er það vitaskuld hið besta mál." „En það er ljóst að allar áætlanir bæði hjá deildinni og félögunum eru farnar út í veður og vind. Þetta verður erfitt. En maður hefur svo sem ekki mestar áhyggjur af körfuboltanum þessa dagana. Ég hef meiri áhyggjur af því að stór fyrirtæki víða um land muni lenda í vandræðum." „Það verður áfram líf og fjör í körfuboltanum, svo mikið er víst." Dominos-deild karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson, leikmenn Snæfells, hafa tekið við þjálfun liðsins af Jordanco Davitkov en samningi hans var sagt upp í gærkvöldi. Auk Davitkov var samningum þriggja leikmanna sagt upp, þeirra Nate Brown, Tome Disiljev og Nikola Dzeverdanovic. Var þetta gert vegna efnahagsástandsins í landinu. Hlynur sagði í samtali við Vísi að vonandi væri þetta fyrirkomulag tímabundið. „Við ætlum að reyna að finna einhvern til að hjálpa okkur. En það eru engir peningar til," sagði Hlynur. „Þetta er auðvitað ekki fyrsti kostur að maður fari að þjálfa félagana sína en maður gerir bara það sem þarf að gera. Vonandi að maður komist sómasamlega frá þessu." „Ég sé mikið eftir strákunum og vorkenni þeim að þeir hafi misst vinnuna. Ég efast um að ástandið í Makedóníu til dæmis sé mikið betra. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt." Þrjú félög í efstu deild karla í körfubolta hafa nú sagt upp samningu erlendu leikmanna sinna. Hlynur býst við að fleiri fylgi í kjölfarið. „Maður bíður núna bara eftir frekari fregnum af þessum málum. En auðvitað fer þetta eftir liðunum. Ég skil auðvitað stöðu Tindastóls og Þórs mjög vel enda ekki með breiðan leikmannahóp." Hann býst jafnvel við að toppliðin í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - feti í sömu fótspor. „Ef eitt toppliðið gerir þetta tel ég að hin muni fylgja fljótlega á eftir. KR og Grindavík eru gríðarlega vel mönnuð og hagnast langmest á þessu ástandi. En ég alls ekki að höfða til samviskunnar hjá þessum félögum. Ef einhver félög geta haldið útlendingum sínum er það vitaskuld hið besta mál." „En það er ljóst að allar áætlanir bæði hjá deildinni og félögunum eru farnar út í veður og vind. Þetta verður erfitt. En maður hefur svo sem ekki mestar áhyggjur af körfuboltanum þessa dagana. Ég hef meiri áhyggjur af því að stór fyrirtæki víða um land muni lenda í vandræðum." „Það verður áfram líf og fjör í körfuboltanum, svo mikið er víst."
Dominos-deild karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira