Hækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum 27. nóvember 2008 09:30 Rýnt í tölurnar. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Þrátt fyrir það er enn óróleiki í röðum fjárfesta. AP-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Louis Capital Markets í Hong Kong, að fjárfestarnir bíði nú rólegir á meðan þeir átti sig á stöðunni. Þó séu flestir á því að aðgerðapakkar sem ríkisstjórnir víða um heim séu ýmist með í smíðum eða hafi ýtt úr vör muni koma til með að styðja við fjármálakerfi heimsins. Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær eftir að Barack Obama, verðandi forseti landsins, tilkynnti að Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, muni leiða teymi efnahagsráðgjafa til að leiða landið úr þeim hremmingum sem dunið hafa yfir síðastliðið ár. Þá spilaði inn í að verð á hráolíu hefur hækkað lítillega, en það hefur þrýst gengi hlutabréfa í olíufyrirtækjum upp. Í ofanálag lækkaði kínverski seðlabankinn stýrivexti til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl, auka flæði lánsfjár í kerfinu og blása lífi í einkaneyslu. Fjárfestar víða í Asíu tóku aðgerðunum fagnandi enda Kína lykilmarkaður í álfunni. Hlutabréfamarkaðir í Indlandi voru hins vegar lokaðir í dag eftir árásir hryðjuverkamanna í Mumbai í nótt. Óvíst er hvenær opnað verður fyrir hlutabréfaviðskipti þar í landi, að sögn AP. Hækkanir á mörkuðunum tveimur smituðu út frá sér á evrópska hlutabréfamarkaði í dag. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,48 prósent en Dax-vísitalan í Þýskalandi og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um tvö prósent. Þá er sömuleiðis væn hækkun á Norðurlöndunum. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Ósló í Noregi, eða 3,65 prósent. Minnst er hún í Helsinki í Finnlandi, eða 1,77 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Þrátt fyrir það er enn óróleiki í röðum fjárfesta. AP-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Louis Capital Markets í Hong Kong, að fjárfestarnir bíði nú rólegir á meðan þeir átti sig á stöðunni. Þó séu flestir á því að aðgerðapakkar sem ríkisstjórnir víða um heim séu ýmist með í smíðum eða hafi ýtt úr vör muni koma til með að styðja við fjármálakerfi heimsins. Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær eftir að Barack Obama, verðandi forseti landsins, tilkynnti að Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, muni leiða teymi efnahagsráðgjafa til að leiða landið úr þeim hremmingum sem dunið hafa yfir síðastliðið ár. Þá spilaði inn í að verð á hráolíu hefur hækkað lítillega, en það hefur þrýst gengi hlutabréfa í olíufyrirtækjum upp. Í ofanálag lækkaði kínverski seðlabankinn stýrivexti til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl, auka flæði lánsfjár í kerfinu og blása lífi í einkaneyslu. Fjárfestar víða í Asíu tóku aðgerðunum fagnandi enda Kína lykilmarkaður í álfunni. Hlutabréfamarkaðir í Indlandi voru hins vegar lokaðir í dag eftir árásir hryðjuverkamanna í Mumbai í nótt. Óvíst er hvenær opnað verður fyrir hlutabréfaviðskipti þar í landi, að sögn AP. Hækkanir á mörkuðunum tveimur smituðu út frá sér á evrópska hlutabréfamarkaði í dag. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,48 prósent en Dax-vísitalan í Þýskalandi og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um tvö prósent. Þá er sömuleiðis væn hækkun á Norðurlöndunum. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Ósló í Noregi, eða 3,65 prósent. Minnst er hún í Helsinki í Finnlandi, eða 1,77 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira