Obama kætir bandaríska fjárfesta 8. desember 2008 21:13 Barack Obama, sem tekur við forsetastólnum af George W. Bush, á nýju ári. Fjárfestar eru kampakátir með aðgerðir í efnahagsmálum sem hann boðaði um helgina. Mynd/AP Bandarísk hlutabréf hækkuðu almennt í verði í dag en fjárfestar þykja afar bjartsýnir á að átak Baracks Obama, verðandi forseta landsins, til endurreisnar á bandarísku efnahagslífi muni ganga eftir. Á meðal verkefna forsetans verðandi, sem hann kynnti um helgina, er aukinn kraftur í vegalagningu, byggingastarfsemi á vegum hins opinbera og uppbyggingu háhraðanettenginga um landið endilangt, svo fátt eitt sé nefnt. Gangi allt að óskum verður verkefnið eitt það viðamesta sem bandaríska stjórnkerfið hefur staðið fyrir síðan í vegalagningunni ríkja á milli fyrir hálfri öld, að sögn Associated Press-fréttaveitunnar. Gengi bréfa í iðnfyrirtækjum og framleiðendum þungavinnuvéla hækkaði talsvert. Svo sem í bréfum Caterpillar, sem stökk upp um þrettán prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í álrisanum Alcoa, sem rekur álverið á Reyðarfirði, um nítján prósent. S&P 500-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,84 prósent, Dow Jones-vísitalan um 3,46 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,14 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandarísk hlutabréf hækkuðu almennt í verði í dag en fjárfestar þykja afar bjartsýnir á að átak Baracks Obama, verðandi forseta landsins, til endurreisnar á bandarísku efnahagslífi muni ganga eftir. Á meðal verkefna forsetans verðandi, sem hann kynnti um helgina, er aukinn kraftur í vegalagningu, byggingastarfsemi á vegum hins opinbera og uppbyggingu háhraðanettenginga um landið endilangt, svo fátt eitt sé nefnt. Gangi allt að óskum verður verkefnið eitt það viðamesta sem bandaríska stjórnkerfið hefur staðið fyrir síðan í vegalagningunni ríkja á milli fyrir hálfri öld, að sögn Associated Press-fréttaveitunnar. Gengi bréfa í iðnfyrirtækjum og framleiðendum þungavinnuvéla hækkaði talsvert. Svo sem í bréfum Caterpillar, sem stökk upp um þrettán prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í álrisanum Alcoa, sem rekur álverið á Reyðarfirði, um nítján prósent. S&P 500-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,84 prósent, Dow Jones-vísitalan um 3,46 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,14 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira