Viðskipti erlent

Fjárfestar jákvæðir eftir stýrivaxtákvörðun

Mynd/AP
Bandarískir fjárfestar eru almennt ánægðir með ákvörðun bandaríska seðlabankans í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentustigum. Eftir að niðurstaðan lá fyrir tók gengi banka og fjármálafyrirtækja að jafna sig eftir mikinn skell í gær og enduðu vísitölur á grænu. Associated-Press fréttastofan hefur eftir fjármálasérfræðingum að ákvörðunin hafi verið sú eina rétt um þessar mundir. Seðlabankinn hafi gefið í skyn að hann fylgist grannt með þróun mála og hefði vaxtalækkun getað merkt að efnahagslífið standi verr en það gerir og þurft á innspýtingu að halda. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,30 prósent en Nasdaq-vísitalan um 1,03 prósent. Vísitölurnar féllu beggja vegna fjögurra prósentanna í gær sem var versti dagurinn í fjármálahverfinu á Wall Street frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september árið 2001.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×