Á að svíkja í húsnæðismálum? Ögmundur Jónasson skrifar 1. september 2008 10:36 Samfylkingin undirbýr nú undanhald í húsnæðismálum. Svik myndi einhver kalla það eftir allar heitstrengingarnar um að ekki verði hróflað við Íbúðalánasjóði. Bankarnir hafa sem kunnugt er ofsótt sjóðinn, kært hann til Brussel og leitað allra leiða til að koma honum fyrir kattarnef. Krafan hefur verið sú að Íbúðalánasjóður megi vera til en aðeins til að sinna „félagslegum úrræðum". Að öðru leyti verði sjóðnum meinað að veita lán með baktryggingu ríkisins. Nú þegar það hefur sýnt sig hve mikilvægur Íbúðalánasjóður hefur reynst almennum íbúðakaupendum er óskiljanlegt að félagsmálaráðherra skuli lýsa því yfir að látið verði undan kröfum fjármálafyrirtækja. Í frétt í Fréttablaðinu (29. ágúst) er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, að ekki sé sjálfgefið að kjör almennra lána muni versna við afnám ríkisábyrgðar! „Það þarf ekki að vera og ræðst af þeim fjármögnunarkjörum sem Íbúðalánasjóði bjóðast." Það er nefnilega það. „Það þarf ekki að gerast." Í þessum orðum felst augljóslega að þessar líkur eru fyrir hendi. Ef svo er hljóta menn að spyrja hvers vegna í ósköpunum eigi að fara út í þessar breytingar! Við vitum allt um þetta brölt suður í Brussel. En er ekki kominn tími til að Íslendingar standi í fæturna og láti reyna á hversu langt upp á dekk handbendi gróðaaflanna í Brussel treysta sér gagnvart almannahag á Íslandi. Það yrði yfirgengilegur vesaldómur af hálfu flokks sem kennir sig við jafnaðarmennsku að láta undan þrýstingi fjármagnsafla í aðför þeirra að húnæðiskaupendum. Sá vandi sem við stöndum frammi fyrir á Íslandi nú um stundir er að verulegu leyti til kominn fyrir tilverknað óábyrgs framferðis fjármálafyrirtækja. Einkavæðing alls fjármálakerfisins á einu bretti á sínum tíma reyndist varhugaverð og kom í bakið á þjóðinni. Nú skal verkið fullnustað hvað íbúðakaupendur snertir. Íbúðalánasjóður er sjálfbær og hagkvæmur fyrst og fremst vegna þess að allir eru þar inni. Í því felst ákveðin jöfnun. Nú eru skilaboðin þessi: Skattborgarinn hirði „félagslegu úrræðin" - og vel að merkja, það þýða ný útgjöld fyrir skattgreiðendur - en aðra ætla bankarnir sér sjálfir. Ég er hræddur um að þetta krefjist nokkurrar skoðunar við á Alþingi áður en Samfylkingin lögfestir þessi fyrirhuguðu kosningasvik sín.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin undirbýr nú undanhald í húsnæðismálum. Svik myndi einhver kalla það eftir allar heitstrengingarnar um að ekki verði hróflað við Íbúðalánasjóði. Bankarnir hafa sem kunnugt er ofsótt sjóðinn, kært hann til Brussel og leitað allra leiða til að koma honum fyrir kattarnef. Krafan hefur verið sú að Íbúðalánasjóður megi vera til en aðeins til að sinna „félagslegum úrræðum". Að öðru leyti verði sjóðnum meinað að veita lán með baktryggingu ríkisins. Nú þegar það hefur sýnt sig hve mikilvægur Íbúðalánasjóður hefur reynst almennum íbúðakaupendum er óskiljanlegt að félagsmálaráðherra skuli lýsa því yfir að látið verði undan kröfum fjármálafyrirtækja. Í frétt í Fréttablaðinu (29. ágúst) er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, að ekki sé sjálfgefið að kjör almennra lána muni versna við afnám ríkisábyrgðar! „Það þarf ekki að vera og ræðst af þeim fjármögnunarkjörum sem Íbúðalánasjóði bjóðast." Það er nefnilega það. „Það þarf ekki að gerast." Í þessum orðum felst augljóslega að þessar líkur eru fyrir hendi. Ef svo er hljóta menn að spyrja hvers vegna í ósköpunum eigi að fara út í þessar breytingar! Við vitum allt um þetta brölt suður í Brussel. En er ekki kominn tími til að Íslendingar standi í fæturna og láti reyna á hversu langt upp á dekk handbendi gróðaaflanna í Brussel treysta sér gagnvart almannahag á Íslandi. Það yrði yfirgengilegur vesaldómur af hálfu flokks sem kennir sig við jafnaðarmennsku að láta undan þrýstingi fjármagnsafla í aðför þeirra að húnæðiskaupendum. Sá vandi sem við stöndum frammi fyrir á Íslandi nú um stundir er að verulegu leyti til kominn fyrir tilverknað óábyrgs framferðis fjármálafyrirtækja. Einkavæðing alls fjármálakerfisins á einu bretti á sínum tíma reyndist varhugaverð og kom í bakið á þjóðinni. Nú skal verkið fullnustað hvað íbúðakaupendur snertir. Íbúðalánasjóður er sjálfbær og hagkvæmur fyrst og fremst vegna þess að allir eru þar inni. Í því felst ákveðin jöfnun. Nú eru skilaboðin þessi: Skattborgarinn hirði „félagslegu úrræðin" - og vel að merkja, það þýða ný útgjöld fyrir skattgreiðendur - en aðra ætla bankarnir sér sjálfir. Ég er hræddur um að þetta krefjist nokkurrar skoðunar við á Alþingi áður en Samfylkingin lögfestir þessi fyrirhuguðu kosningasvik sín.Höfundur er alþingismaður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun