Orðinn leiður á að vera alltaf einn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2008 17:54 Jón Arnór í leik með Lottomatica Roma. Jón Arnór Stefánsson hefur verið viðloðandi flestar stærstu fréttirnar úr íslenskum körfubolta síðustu ár og það varð engin breyting á því í dag þegar hann samdi við KR. Jón Arnór ætlar að hvíla sig á atvinnumennskunni, fara í skóla og leiki með KR í Iceland Express deild karla í vetur. Jón Arnór spilaði síðast með KR veturinn 2001-02 en hefur síðan spilað í Þýskalandi, með Dallas Mavericks í NBA, í Rússlandi, á Spáni og nú síðast með Lottomatica Roma á Ítalíu. „Þetta var of stór samningur til að hafna honum," segir Jón Arnór í gríni og skellihlær í kjölfarið. „Nei, þetta hefur haft smá aðdraganda. Þetta hefur kannski blundað í mér nokkuð lengi og tengist þá ekkert körfuboltanum heldur er þetta eitthvað sem snýr að sjálfum mér," segir Jón Arnór og nefnir til þetta sígaunalíf þar sem hann hefur verið á stanslausu flakki í mörg ár. „Það kom upp sú staða að ég sá að ég væri ekki að fara aftur til Rómar. Það kom smá kvíði í mig að fara að skipta um borg aftur því ég er búinn að vera á flakki síðan að ég var fimmtán ára gutti. Maður hefur tapað einhverjum tengslum við fjölskyldu og vini," segir Jón Arnór. „Ég finn að um leið að ég tók þessa ákvörðun að vera heima og um leið og ég fór að tala um að vera heima þá leið mér miklu betur," segir Jón Arnór sem gat þó valið úr nokkrum tilboðum. „Ég er búinn að spila lengi í sterkum deildum í Evrópu og það voru því tilboð í gangi. Það kom bara ekkert upp sem ég var virkilega spenntur fyrir. Ég var búinn að ákveða að vera áfram í Róm og það voru smá vonbrigði að vera ekki áfram þar," segir Jón Arnór og nefnir Rússland og Grikkland sem mögulega staði þar sem hann gat spilað í vetur. Jón Arnór ætlar í skóla og undirbúa framtíðina eftir körfuboltann. „Mér langar að kafa aðeins dýpra, finna mig aðeins. Ég er tilbúinn að fara út aftur en mér langaði bara að kanna það hvort að það sér eitthvað annað í þessu lífi. Ég hef verið ánægður á köflum og það er náttúrulega gaman í körfu en ég er kannski ekki eins hamingjusamur og maður á að vera. Um leið og ég klára stúdentinn þá opnast dyr fyrir mig að fara í háskólanám. Ég þarf þá ekki að fara í eitthvað stórlið því mér langar bara að spila körfubolta. Ég vil fara á einhvern stað þar sem ég get verið í nokkur ár," segir Jón Arnór. Jón Arnór er því ekki að setja punktinn aftan við atvinnumannaferilinn. „Ég sé fram á þetta sé bara eitthvað frí frá þessu lífi en það tekur vissulega eitthvað annað við. Þetta er bara millilending. Ég klára skólann og klára tímabilið með KR. Aðrir bíða bara á meðan," segir Jón Arnór og það verður spennandi að fylgjast með þróun mála hjá KR-liðinu í vetur með Jón Arnór og Jakob Sigurðarson í bakvarðarstöðum liðsins. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Var hissa eins og allir aðrir KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur. 19. ágúst 2008 18:01 „Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. 19. ágúst 2008 14:51 Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson hefur verið viðloðandi flestar stærstu fréttirnar úr íslenskum körfubolta síðustu ár og það varð engin breyting á því í dag þegar hann samdi við KR. Jón Arnór ætlar að hvíla sig á atvinnumennskunni, fara í skóla og leiki með KR í Iceland Express deild karla í vetur. Jón Arnór spilaði síðast með KR veturinn 2001-02 en hefur síðan spilað í Þýskalandi, með Dallas Mavericks í NBA, í Rússlandi, á Spáni og nú síðast með Lottomatica Roma á Ítalíu. „Þetta var of stór samningur til að hafna honum," segir Jón Arnór í gríni og skellihlær í kjölfarið. „Nei, þetta hefur haft smá aðdraganda. Þetta hefur kannski blundað í mér nokkuð lengi og tengist þá ekkert körfuboltanum heldur er þetta eitthvað sem snýr að sjálfum mér," segir Jón Arnór og nefnir til þetta sígaunalíf þar sem hann hefur verið á stanslausu flakki í mörg ár. „Það kom upp sú staða að ég sá að ég væri ekki að fara aftur til Rómar. Það kom smá kvíði í mig að fara að skipta um borg aftur því ég er búinn að vera á flakki síðan að ég var fimmtán ára gutti. Maður hefur tapað einhverjum tengslum við fjölskyldu og vini," segir Jón Arnór. „Ég finn að um leið að ég tók þessa ákvörðun að vera heima og um leið og ég fór að tala um að vera heima þá leið mér miklu betur," segir Jón Arnór sem gat þó valið úr nokkrum tilboðum. „Ég er búinn að spila lengi í sterkum deildum í Evrópu og það voru því tilboð í gangi. Það kom bara ekkert upp sem ég var virkilega spenntur fyrir. Ég var búinn að ákveða að vera áfram í Róm og það voru smá vonbrigði að vera ekki áfram þar," segir Jón Arnór og nefnir Rússland og Grikkland sem mögulega staði þar sem hann gat spilað í vetur. Jón Arnór ætlar í skóla og undirbúa framtíðina eftir körfuboltann. „Mér langar að kafa aðeins dýpra, finna mig aðeins. Ég er tilbúinn að fara út aftur en mér langaði bara að kanna það hvort að það sér eitthvað annað í þessu lífi. Ég hef verið ánægður á köflum og það er náttúrulega gaman í körfu en ég er kannski ekki eins hamingjusamur og maður á að vera. Um leið og ég klára stúdentinn þá opnast dyr fyrir mig að fara í háskólanám. Ég þarf þá ekki að fara í eitthvað stórlið því mér langar bara að spila körfubolta. Ég vil fara á einhvern stað þar sem ég get verið í nokkur ár," segir Jón Arnór. Jón Arnór er því ekki að setja punktinn aftan við atvinnumannaferilinn. „Ég sé fram á þetta sé bara eitthvað frí frá þessu lífi en það tekur vissulega eitthvað annað við. Þetta er bara millilending. Ég klára skólann og klára tímabilið með KR. Aðrir bíða bara á meðan," segir Jón Arnór og það verður spennandi að fylgjast með þróun mála hjá KR-liðinu í vetur með Jón Arnór og Jakob Sigurðarson í bakvarðarstöðum liðsins.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Var hissa eins og allir aðrir KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur. 19. ágúst 2008 18:01 „Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. 19. ágúst 2008 14:51 Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Var hissa eins og allir aðrir KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur. 19. ágúst 2008 18:01
„Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. 19. ágúst 2008 14:51