Lækkun á flestum mörkuðum 10. september 2008 09:17 Hlutabréf hafa almennt lækkað í verði á meginlandi Evrópu og í Asíu í dag eftir skell í gær. Mikil lækkun var að meðaltali á hlutabréfaverði um allan heim í gær eftir að fréttir bárust af því að slitnað hefði upp úr viðræðum bandaríska fjárfestingabankans Lehmans Brothers og kóreska þróunarbankans. Kóreski bankinn hafði ásamt hópi fjárfesta skoðað kaup á fjórðungshlut í bandaríska bankanum. Lehman er sagður glíma við alvarlega fjárhagsörðugleika og geta ekki aflað sér fjár með sölu eigna þar sem fáir vilji snerta á eignasafni bankans sem hefur hrunið í verði. Gengi bréfa í bankanum féll um 45 prósent í gær. Það hefur jafnað sig mjög og hækkað um 33 prósent í utanþingsviðskiptum. Bankinn hefur flýtt birtingu uppgjörstalna um viku vegna aðstæðnanna sem komnar eru upp og birtir þær fyrir opnun markaða. Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,44 prósent sem er nokkuð minni lækkun en á asískum hlutabréfamörkuðum í dag. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,5 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 27 prósent á sama tíma og Cac-40 vísitalan í Frakklandi stendur næsta óbreytt. Nokkur lækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum, mest er lækkunin í Kaupmannahöfn en aðalvísitalan þar hefur lækkað um 0,98 prósent. Þá hefur norska vísitalan hækkað um 0,55 prósent eftir sex prósenta fall í gær. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hlutabréf hafa almennt lækkað í verði á meginlandi Evrópu og í Asíu í dag eftir skell í gær. Mikil lækkun var að meðaltali á hlutabréfaverði um allan heim í gær eftir að fréttir bárust af því að slitnað hefði upp úr viðræðum bandaríska fjárfestingabankans Lehmans Brothers og kóreska þróunarbankans. Kóreski bankinn hafði ásamt hópi fjárfesta skoðað kaup á fjórðungshlut í bandaríska bankanum. Lehman er sagður glíma við alvarlega fjárhagsörðugleika og geta ekki aflað sér fjár með sölu eigna þar sem fáir vilji snerta á eignasafni bankans sem hefur hrunið í verði. Gengi bréfa í bankanum féll um 45 prósent í gær. Það hefur jafnað sig mjög og hækkað um 33 prósent í utanþingsviðskiptum. Bankinn hefur flýtt birtingu uppgjörstalna um viku vegna aðstæðnanna sem komnar eru upp og birtir þær fyrir opnun markaða. Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,44 prósent sem er nokkuð minni lækkun en á asískum hlutabréfamörkuðum í dag. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,5 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 27 prósent á sama tíma og Cac-40 vísitalan í Frakklandi stendur næsta óbreytt. Nokkur lækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum, mest er lækkunin í Kaupmannahöfn en aðalvísitalan þar hefur lækkað um 0,98 prósent. Þá hefur norska vísitalan hækkað um 0,55 prósent eftir sex prósenta fall í gær.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira