Viðskipti innlent

Árvakur og 365 skoða samstarf

Ari Edwald.
Ari Edwald.

„Það liggur ekkert fyrir um að slíkt takist en það eru það erfiðar aðstæður á prentmarkaðnum að ef það ætti einhvern tímann að ganga þá væri það núna," segir Ari Edwald, forstjóri 365. Heimildir Markaðarins herma að samningaviðræður eigi sér stað milli 365 og Árvakurs til að ná fram stærðarhagkvæmni í rekstri. Á það einkum við rekstrarliði sem lúta að framleiðslu og dreifingu á dagblöðum.

Viðræður um þessi mál hafa staðið með hléum undanfarin misseri án niðurstöðu. „Það sverfur mjög að þessum rekstri. Það hafa orðið miklar kostnaðarhækkanir, pappír og kostnaðarliðir í dreifingunni eins og laun og eldsneyti hafa hækkað," segir Ari og kveður aukinn kostnað meira áberandi í prentmiðlum en öðrum miðlum og því sé mikill þrýstingur á útgefendur að hagræða í rekstri.-








Fleiri fréttir

Sjá meira


×