Viðskipti erlent

Mikil bjartsýni hjá Nokia

Olli-Pekka Kallasvuo, forstjóri Nokia.
Olli-Pekka Kallasvuo, forstjóri Nokia. Mynd/AFP
Finnski farsímaframleiðandinn Nokia, sem er umsvifamesti farsímaframleiðandi heims, hagnaðist um 1,1 milljarð evra, jafnvirði um 134 milljarða íslenskra króna. Þetta er rétt um 60 prósenta samdráttur frá síðasta ári.

Tekjur á tímabilinu námu 13,3 milljörðum evra, sem er fjögurra prósenta aukning á milli ára.

Markaðshlutdeild fyrirtækisins á farsímamarkaði jókst um tvö prósentustig á milli ára og nemur nú fjörutíu prósentum. Vöxturinn á tímabilinu var mestu í Asíu, í Suður-Ameríku, Miðausturlöndum og í Afríku. Þá nam aukningin tíu prósentum í Bandaríkjunum. Staðan var hins vegar óbreytt í Evrópu.

Stjórnenendur Nokia eru bjartsýnir á horfurnar og telja nú líkur á að sala á nýjum farsímum muni aukast um meira en tíu prósent líkt og fyrri spá hljóðaði upp á.

„Við erum bjartsýnir árið á enda," sagði Olli-Pekka Kallasvuo, forstjóri Nokia, í tilkynningu frá fyrirtækinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×