Viðskipti innlent

Bankahólfið: Íþróttaálfur mærir forsetann

Latibær,
Latibær,

Forseti Íslands fær heldur betur hlýjar kveðjur frá íþróttaálfinum sjálfum í Latabæ, Magnúsi Scheving, í nýjasta Útherja, fréttablaði Útflutningsráðs Íslands.

Magnús bendir þar á að ýmsir telji forsetann vinna of náið með íslenskum fyrirtækjum, en þeir hinir sömu séu á algjörum villigötum. „Ég er ekki viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir því grettistaki sem forsetinn hefur lyft á þessu sviði í forsetatíð sinni. Ég hef heyrt þá gagnrýni að forsetinn sé of hliðhallur fyrirtækjum en ég held að hún byggist á miklum misskilningi. Nær væri að segja að forsetinn væri hliðhollur fólkinu í landinu, því hvað eru fyrirtækin annað en fólkið sem hjá þeim starfar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×