Viðskipti innlent

Ísland auðmannanna

Guðmundur Magnússon
Guðmundur Magnússon
Fregnir af þyrlunotkun auðmanna, þar sem skotist er í pylsukaup í Baulu í Borgarfirði eða skutlast með steypu í bústaðinn við Þingvallavatn, hafa óneitanlega vakið mikla athygli að undanförnu og undrun, enda eru slík flottheit fremur kennd við 2007 en 2008 í daglegu tali fólks. Þótt ekki telji allir auðmenn nauðsynlegt að auglýsa ríkidæmi sitt með jafn áberandi hætti, er ljóst að talsverð breyting hefur orðið á Íslandi hin síðari ár með auknum og sýnilegri efnamun. Í því ljósi hlýtur væntanleg bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings að vekja athygli, en í henni verður fjallað um íslensku efnastéttirnar og þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi frá því að það var almenn tilfinning fólks að hér á landi væri vart nokkur stéttamunur af því tagi sem þekktist erlendis og lífskjör jafnari en í öðrum löndum. Guðmundur hefur áður kannað svipaðar lendur, til dæmis með bók sinni um Thorsarana, sem seldist eins og heitar lummur um árið. Gæti hér ekki verið komin metsölubókin í ár? Óvenjulegt starfHeldur óvenjuleg starfsauglýsing birtist í blöðunum í gær frá sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem auglýst er eftir markaðs- og kynningarstjóra. Auk alls þess sem sá titill gefur til kynna að felist í starfinu, er tekið fram að viðkomandi þurfi að vera búinn undir að farða stjórnendur og gesti, stjórna eigin þætti, vaska upp og verða almennt skemmtilegur og í góðu skapi. Laun fyrir þetta eru sögð „örugglega breytileg“. Við spáum metfjölda umsókna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×