Viðskipti erlent

Olíuverðið við hundrað dali á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað nokkuð í dag og liggur það nú í rúmum 102 dölum á tunnu. Fundur Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC-ríkjanna) sem haldinn verður síðar í dag skýrir lækkunina. Reiknað er með að OPEC-ríkin ákveði að halda framleiðslukvótum óbreyttum. Áður bjuggust flestir með því að dregið yrði úr olíuframleiðslu til að halda verðinu við eða yfir 100 dölum á tunnu. Verð á hráolíu lækkaði í gær um 1,15 dali á tunnu og stendur verðið í 105,19 dölum. Verð á Brent-olíu lækkaði sömuleiðis um rúman dal og stendur það í 102,27 dölum á tunnu. Olíuverðið fór í hæstu hæðir í júlí, í rúma 147 dali á tunnu. Það hefur því fallið um rúm 30 prósent síðan þá.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×