Viðskipti erlent

Olíuverð stendur í 100 dölum á tunnu

Olíuborpallur A.P. Möller Mærsk í Norðursjó.
Olíuborpallur A.P. Möller Mærsk í Norðursjó.
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkað lítillega í dag og stendur nú í 100 dölum á tunnu. Olíuverðið fór hæst í rúma 147 dali á tunnu í júlí og hefur því lækkað um rúm þrjátíu prósent síðan þá. Minnkandi eftirspurn eftir olíu og eldsneyti samfara samdrætti í efnahagslífi Bandaríkjanna í kjölfar þrenginga á fjármála- og lausafjármörkuðum hefur keyrt verðið niður. Inn í hækkunina í dag spilar skemmdarverk á olíuleiðslum í Nígeríu auk þess sem fjárfestar vestanhafs eru enn að meta stöðuna eftir aðgerðir bandarískra stjórnvalda frá í gærkvöldi, samkvæmt Associated Press-fréttastofunni. Hráolíuverðið í framvirkum samningum hækkað um 2,16 dali á tunnu á bandarískum fjármálamörkuðum í morgun og stendur í sléttum 100 dölum. Þá hækkaði verð á Brent-olíu um 1,98 dali á markaði í Lundúnum í Bretlandi og stendur það í 97,17 dölum á tunnu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×