Fótbolti

Bayern þýskur meistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Bayern fagna titlinum í dag.
Leikmenn Bayern fagna titlinum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Bayern München varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Wolfsburg á útivelli í dag.

Jafnteflið þýddi að liðið er komið með tíu stiga forystu á Werder Bremen þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu.

Þetta er 20. meistaratitill Bayern síðan að þýska úrvalsdeildin var sett á stofn árið 1963. Þetta er einnig í þriðja skiptið á síðustu fjórum árum sem liðið verður tvöfaldur meistari en Bayern vann sigur á Dortmund í bikarúrslitaleiknum í síðasta mánuði.

Bayern féll þó úr UEFA-bikarkeppninni í vikunni eftir að liðið tapaði stórt, 4-0, fyrir Zenit St. Pétursborg.

Ottmar Hitzfeld knattspyrnustjóri liðsins lætur af störfum í lok tímabilsins og Jürgen Klinsmann tekur við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×