Allir í sleik á Airwaves Anna Margrét Björnsson skrifar 19. október 2008 07:00 Seabear og Páll Óskar slá í gegn í Hafnarhúsinu á meðan kanadíski fiðlusnillingurinn Final Fantasy heillaði á Bedroom Community-kvöldi. Fyrsti viðkomustaður minn á föstudagskvöld var tónleikastaðurinn Organ, sælla minninga, en hann hefur enduropnað sérstaklega fyrir Airwaves-hátíðina. Þar steig indí-rokkhljómsveitin Dýrðin á svið um áttaleytið. Undir þeirra hressilegu New York-pönkskotnu tónum spjallaði ég við mann sem heitir því skemmtilega nafni Lee Lust frá Atlantic Records um hvaða hljómsveitum útlendingar væru spenntastir fyrir í ár. „Ég er sjálfur svona rokk og ról-gaur, en hvað er í gangi hjá Íslendingum? Þeir eru allir að fara yfir í elektró-tónlistina," sagði hann undrandi. Elektró-tónlist var svo einmitt það sem var í boði á Tunglinu, en þar hafði myndast geysilega mikil röð sem hélst jafnlöng allt kvöldið, þannig að eitthvað hafði hr. Lust fyrir sér í þessu. Persónulega finnst mér Tunglið alveg vonlaus tónleikastaður og föstudagskvöld breytti ekki þeirri skoðun minni. Það er nánast ómögulegt að sjá listamennina nema að maður sé að troðast í stöppunni frammi við svið. Því heyrði ég aðeins í Bloodgroup en sá ekki neitt sem var synd því sviðsframkoma þeirra er mjög lífleg og takturinn hrífandi. Úr sveittri kösinni á Tunglinu hélt ég yfir á Iðnó en þar stóð yfir svokallað Bedroom Community-kvöld en það er útgáfufyrirtæki Valgeirs Sigurðssonar sem hefur sankað að sér mjög sérstökum og hæfileikaríkum listamönnum. Það var dálítið skrýtið að fara úr teknó-stuðinu yfir í „gling-gling"-hljóð sem láta mann fá orðið „krútt" strax upp í hugann. Þar voru líka á ferðinni krúttin Amiina og Kippi Kaninus en einhvern veginn var ég bara ekki rétt stemmd fyrir þessa tegund af tónlist. Þýskur blaðamaður virtist sammála en hann ruddist fram hjá mér á meðan hann tautaði „Das ist nicht Wunderbar". Næst var haldið yfir í Hafnarhúsið en þar var komin löng röð af gestum sem biðu óþreyjufullir eftir að sjá Seabear, fyrrum sólóprójekt Sindra Más Sigfússonar sem er orðið að myndarlegri sjö manna hljómsveit með gíturum, strengjum, bjöllum og blásturshljóðfærum. Tónlist þeirra er einhvers konar melódískt kántrí og þjóðlagaskotið popp, einstaklega fögur tónlist og grípandi. Sindri hefur afar látlausa sviðsframkomu en fallegur stúlknasöngur, strengjakaflar og seiðandi taktur vakti mikla lukku hjá tónleikagestum sem fögnuðu mikið að tónleikum loknum. Fyndið samt hvað fleiri og fleiri bönd virðast vera að henda inn svona einni fiðlu og kannski trompet upp á frumleikann, greinilega vaxandi trend. Stemmningin magnaðist enn frekar þegar hljómsveitin Hjaltalín steig á svið en þau gersamlega hrifu salinn með sér og þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar Páll Óskar mætti óvænt og söng hið vinsæla kover hljómsveitarinnar af lagi hans „Þú komst við hjartað í mér". Erlendir gestir voru ekkert síður hrifnir og ég heyrði nokkra spyrja hvort þetta væri hinn íslenski Ricky Martin. Reykingapásur á Airwaves eru greinilega eitthvað sem heyrir sögunni til og það voru margir sem lentu í hremmingum eftir að hafa stigið út til að fá sér sígarettu en þurftu svo að bíða í endalausri röð í annað sinn til að komast aftur inn. Ekki vinsælt og því síður dónalegir dyraverðirnir við Hafnarhúsið. Ég hafði ætlað mér að sjá Motion Boys sem klikka ekki á gríðarlegum hressleika en það var mikið „buzz" í gangi yfir fyrirbærinu Final Fantasy í Iðnó sem flestir virtust telja ómissandi viðburð. Þar er á ferð ungur kanadískur maður vopnaður fiðlu og alls kyns græjum, svona einhvers konar eins-manns nýklassískt band. Mér skilst að allt hafi farið í handaskolum þegar hann kom til landsins þar sem græjurnar hans týndust þannig að hann fékk allt lánað á síðustu stundu. Tónleikaupplifunin með Final Fantasy var sannarlega óvenjuleg og á köflum ansi mögnuð. Maðurinn er greinilega mikill fiðlusnillingur og virtist notast mikið við „delay" - sumsé tók upp kafla um leið og hann spilaði þá og lét þá svo óma á ný á meðan hann plokkaði fiðlustrengina eða framkvæmdi aðra tóngjörninga. Það er ljóst að áhorfendur voru algerlega í transi enda um mjög sérstakan viðburð að ræða, en einhvern veginn laumaðist alltaf tilfinningin að mér að þetta væri nú dálítið tilgerðarlegt og kanadískt allt saman. Minnti mig á allar þessar kanadísku kvikmyndir sem eru að reyna að vera svo „intellektúal" að þær missa einhvern veginn af punktinum. Brosti svo út í annað síðar um kvöldið þegar ég uppgötvaði að allir voru í sleik úti í hornum, hvort sem það var í Iðnó eða í Hafnarhúsinu. Ástin svífur greinilega yfir vötnum á Airwaves í ár. Hápunktar: Seabear, Hjaltalín og Final Fantasy.Anna Margrét Björnsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Anna Margrét Björnsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Seabear og Páll Óskar slá í gegn í Hafnarhúsinu á meðan kanadíski fiðlusnillingurinn Final Fantasy heillaði á Bedroom Community-kvöldi. Fyrsti viðkomustaður minn á föstudagskvöld var tónleikastaðurinn Organ, sælla minninga, en hann hefur enduropnað sérstaklega fyrir Airwaves-hátíðina. Þar steig indí-rokkhljómsveitin Dýrðin á svið um áttaleytið. Undir þeirra hressilegu New York-pönkskotnu tónum spjallaði ég við mann sem heitir því skemmtilega nafni Lee Lust frá Atlantic Records um hvaða hljómsveitum útlendingar væru spenntastir fyrir í ár. „Ég er sjálfur svona rokk og ról-gaur, en hvað er í gangi hjá Íslendingum? Þeir eru allir að fara yfir í elektró-tónlistina," sagði hann undrandi. Elektró-tónlist var svo einmitt það sem var í boði á Tunglinu, en þar hafði myndast geysilega mikil röð sem hélst jafnlöng allt kvöldið, þannig að eitthvað hafði hr. Lust fyrir sér í þessu. Persónulega finnst mér Tunglið alveg vonlaus tónleikastaður og föstudagskvöld breytti ekki þeirri skoðun minni. Það er nánast ómögulegt að sjá listamennina nema að maður sé að troðast í stöppunni frammi við svið. Því heyrði ég aðeins í Bloodgroup en sá ekki neitt sem var synd því sviðsframkoma þeirra er mjög lífleg og takturinn hrífandi. Úr sveittri kösinni á Tunglinu hélt ég yfir á Iðnó en þar stóð yfir svokallað Bedroom Community-kvöld en það er útgáfufyrirtæki Valgeirs Sigurðssonar sem hefur sankað að sér mjög sérstökum og hæfileikaríkum listamönnum. Það var dálítið skrýtið að fara úr teknó-stuðinu yfir í „gling-gling"-hljóð sem láta mann fá orðið „krútt" strax upp í hugann. Þar voru líka á ferðinni krúttin Amiina og Kippi Kaninus en einhvern veginn var ég bara ekki rétt stemmd fyrir þessa tegund af tónlist. Þýskur blaðamaður virtist sammála en hann ruddist fram hjá mér á meðan hann tautaði „Das ist nicht Wunderbar". Næst var haldið yfir í Hafnarhúsið en þar var komin löng röð af gestum sem biðu óþreyjufullir eftir að sjá Seabear, fyrrum sólóprójekt Sindra Más Sigfússonar sem er orðið að myndarlegri sjö manna hljómsveit með gíturum, strengjum, bjöllum og blásturshljóðfærum. Tónlist þeirra er einhvers konar melódískt kántrí og þjóðlagaskotið popp, einstaklega fögur tónlist og grípandi. Sindri hefur afar látlausa sviðsframkomu en fallegur stúlknasöngur, strengjakaflar og seiðandi taktur vakti mikla lukku hjá tónleikagestum sem fögnuðu mikið að tónleikum loknum. Fyndið samt hvað fleiri og fleiri bönd virðast vera að henda inn svona einni fiðlu og kannski trompet upp á frumleikann, greinilega vaxandi trend. Stemmningin magnaðist enn frekar þegar hljómsveitin Hjaltalín steig á svið en þau gersamlega hrifu salinn með sér og þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar Páll Óskar mætti óvænt og söng hið vinsæla kover hljómsveitarinnar af lagi hans „Þú komst við hjartað í mér". Erlendir gestir voru ekkert síður hrifnir og ég heyrði nokkra spyrja hvort þetta væri hinn íslenski Ricky Martin. Reykingapásur á Airwaves eru greinilega eitthvað sem heyrir sögunni til og það voru margir sem lentu í hremmingum eftir að hafa stigið út til að fá sér sígarettu en þurftu svo að bíða í endalausri röð í annað sinn til að komast aftur inn. Ekki vinsælt og því síður dónalegir dyraverðirnir við Hafnarhúsið. Ég hafði ætlað mér að sjá Motion Boys sem klikka ekki á gríðarlegum hressleika en það var mikið „buzz" í gangi yfir fyrirbærinu Final Fantasy í Iðnó sem flestir virtust telja ómissandi viðburð. Þar er á ferð ungur kanadískur maður vopnaður fiðlu og alls kyns græjum, svona einhvers konar eins-manns nýklassískt band. Mér skilst að allt hafi farið í handaskolum þegar hann kom til landsins þar sem græjurnar hans týndust þannig að hann fékk allt lánað á síðustu stundu. Tónleikaupplifunin með Final Fantasy var sannarlega óvenjuleg og á köflum ansi mögnuð. Maðurinn er greinilega mikill fiðlusnillingur og virtist notast mikið við „delay" - sumsé tók upp kafla um leið og hann spilaði þá og lét þá svo óma á ný á meðan hann plokkaði fiðlustrengina eða framkvæmdi aðra tóngjörninga. Það er ljóst að áhorfendur voru algerlega í transi enda um mjög sérstakan viðburð að ræða, en einhvern veginn laumaðist alltaf tilfinningin að mér að þetta væri nú dálítið tilgerðarlegt og kanadískt allt saman. Minnti mig á allar þessar kanadísku kvikmyndir sem eru að reyna að vera svo „intellektúal" að þær missa einhvern veginn af punktinum. Brosti svo út í annað síðar um kvöldið þegar ég uppgötvaði að allir voru í sleik úti í hornum, hvort sem það var í Iðnó eða í Hafnarhúsinu. Ástin svífur greinilega yfir vötnum á Airwaves í ár. Hápunktar: Seabear, Hjaltalín og Final Fantasy.Anna Margrét Björnsson
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun