Ryanair skoðar aftur yfirtöku á Aer Lingus 1. desember 2008 09:43 Ein af vélum Ryanair. Mynd/AFP Stjórnendur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair áforma að leggja fram tilboð í landa þeirra, Aer Lingus. Verði tilboðið að veruleika er þetta í annað sinn á tveimur árum sem Ryanair reynir við Aer Lingus en það lagði fram yfirtökutilboð í flugfélagið í kringum áramótin 2006. Miðað við tilboðið nemur markaðsverðmæti Aer Lingus 748 milljónir evra. Það er um helmingi lægra en fyrir tveimur árum.Verðmatið er engu að síður fjórðungi yfir lokaverði bréfa í Aer Lingus á föstudag. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kom í veg fyrir kaupin á sínum tíma en niðurstaða stjórnarinnar var sú að með samruna flugfélaganna myndu þau stjórna áttatíu prósentum af öllu flugi til og frá Dublin. Slíkt bryti í bága við samkeppnislög. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segir í samtali við breska ríkisútvarpið í dag aðstæður í efnahagslífinu hafa breyst mjög til hins verra síðan fyrir tveimur árum. Sé útlit fyrir að Aer Lingus verði undir í baráttunni verði ekki gert til að bjarga því. Þá sé ekki stefnan að sameina félögin að öllu leyti. Vélar þeirra muni til dæmi fljúga undir sömu merkjum og nú, að hans sögn. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnendur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair áforma að leggja fram tilboð í landa þeirra, Aer Lingus. Verði tilboðið að veruleika er þetta í annað sinn á tveimur árum sem Ryanair reynir við Aer Lingus en það lagði fram yfirtökutilboð í flugfélagið í kringum áramótin 2006. Miðað við tilboðið nemur markaðsverðmæti Aer Lingus 748 milljónir evra. Það er um helmingi lægra en fyrir tveimur árum.Verðmatið er engu að síður fjórðungi yfir lokaverði bréfa í Aer Lingus á föstudag. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kom í veg fyrir kaupin á sínum tíma en niðurstaða stjórnarinnar var sú að með samruna flugfélaganna myndu þau stjórna áttatíu prósentum af öllu flugi til og frá Dublin. Slíkt bryti í bága við samkeppnislög. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segir í samtali við breska ríkisútvarpið í dag aðstæður í efnahagslífinu hafa breyst mjög til hins verra síðan fyrir tveimur árum. Sé útlit fyrir að Aer Lingus verði undir í baráttunni verði ekki gert til að bjarga því. Þá sé ekki stefnan að sameina félögin að öllu leyti. Vélar þeirra muni til dæmi fljúga undir sömu merkjum og nú, að hans sögn.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira