Bankarnir borga ekki í láni ríkisins 31. maí 2008 00:01 Árni M. Mathiesen mælti fyrir frumvarpi um heimild til lántöku ríkissjóðs. Hann segir engar áætlanir um aðkomu bankanna vegna kostnaðar við lán ríkisins. MYND/GVA Bankarnir vilja ekki taka þátt í kostnaði við erlendar lántökur ríkissjóðs. Ríkið hefur ekki beðið þá um það. Bankarnir verði að bjóðast til þess. Viðskiptaráðherra segir ráðast af kostnaði við lántöku hvort bankarnir taki þátt í honum. „Um þetta eru engar fyrirætlanir,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um hvort bankarnir taki þátt í kostnaði við lán ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforðann. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir málið verða skoðað þegar lántakan liggur fyrir. Alþingi samþykkti í fyrrakvöld frumvarp fjármálaráðherra um heimild til allt að 500 milljarða lántöku á þessu ári. Fram kemur í athugasemdum fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins að miðað við markaðsaðstæður verði vaxtagjöld hærri en tekjurnar. Ríkið muni með öðrum orðum bera kostnað af láninu. Fjárlagaskrifstofan metur það svo að yrði lánsheimildin fullnýtt, myndi afkoma ríkisskjóðs versna um hálfan milljarð króna á ári, fyrir hverja tíu punkta í vaxtamun. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir eðlilegt að bankarnir taki einhvern þátt í kostnaðinum. „Þetta tengist hagsmunum bankanna að verulegu leyti og þeir hafa kallað eftir þessu.“ „Við förum yfir sjónarmið Friðriks Más og förum yfir málið þegar rétti tíminn kemur,“ segir viðskiptaráðherra. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að hvorki formlega né óformlega hafi komið til tals í samskiptum ríkisins og bankanna að þeir taki þátt í kostnaði við lántökuna. Heimildir Markaðarins innan fjármálaráðuneytisins eru á sömu lund. Þar segjast menn ekki sjá augljós rök fyrir því að einhver tiltekinn aðili greiði fyrir lántökuna. Tveir viðmælendur Markaðarins orða það svo að bankarnir taki ekki þátt í kostnaði við lántökuna nema þeir bjóðist til þess sjálfir. Þá segja menn að erfitt yrði að grafa upp hversu mikið bankarnir ættu að borga. Bankamenn vilja ekkert láta hafa eftir sér um málið. Hins vegar herma heimildir Markaðarins að þeir telji ekki ástæðu til þess að taka þátt í lántökukostnaðinum. Meðal annars er vísað til þess að enn sé alls óvíst hvort ríkið beri nokkurn kostnað af lántökunni, það kynni jafnvel að hagnast á henni. ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Bankarnir vilja ekki taka þátt í kostnaði við erlendar lántökur ríkissjóðs. Ríkið hefur ekki beðið þá um það. Bankarnir verði að bjóðast til þess. Viðskiptaráðherra segir ráðast af kostnaði við lántöku hvort bankarnir taki þátt í honum. „Um þetta eru engar fyrirætlanir,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um hvort bankarnir taki þátt í kostnaði við lán ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforðann. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir málið verða skoðað þegar lántakan liggur fyrir. Alþingi samþykkti í fyrrakvöld frumvarp fjármálaráðherra um heimild til allt að 500 milljarða lántöku á þessu ári. Fram kemur í athugasemdum fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins að miðað við markaðsaðstæður verði vaxtagjöld hærri en tekjurnar. Ríkið muni með öðrum orðum bera kostnað af láninu. Fjárlagaskrifstofan metur það svo að yrði lánsheimildin fullnýtt, myndi afkoma ríkisskjóðs versna um hálfan milljarð króna á ári, fyrir hverja tíu punkta í vaxtamun. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir eðlilegt að bankarnir taki einhvern þátt í kostnaðinum. „Þetta tengist hagsmunum bankanna að verulegu leyti og þeir hafa kallað eftir þessu.“ „Við förum yfir sjónarmið Friðriks Más og förum yfir málið þegar rétti tíminn kemur,“ segir viðskiptaráðherra. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að hvorki formlega né óformlega hafi komið til tals í samskiptum ríkisins og bankanna að þeir taki þátt í kostnaði við lántökuna. Heimildir Markaðarins innan fjármálaráðuneytisins eru á sömu lund. Þar segjast menn ekki sjá augljós rök fyrir því að einhver tiltekinn aðili greiði fyrir lántökuna. Tveir viðmælendur Markaðarins orða það svo að bankarnir taki ekki þátt í kostnaði við lántökuna nema þeir bjóðist til þess sjálfir. Þá segja menn að erfitt yrði að grafa upp hversu mikið bankarnir ættu að borga. Bankamenn vilja ekkert láta hafa eftir sér um málið. Hins vegar herma heimildir Markaðarins að þeir telji ekki ástæðu til þess að taka þátt í lántökukostnaðinum. Meðal annars er vísað til þess að enn sé alls óvíst hvort ríkið beri nokkurn kostnað af lántökunni, það kynni jafnvel að hagnast á henni. ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira