Viðskipti erlent

Talsvert fall á bandarískum hlutabréfamarkaði

Frá fjárfestamarkaðnum á Wall Street í New York í Bandaríkjunum.
Frá fjárfestamarkaðnum á Wall Street í New York í Bandaríkjunum. Mynd/AP
Gengi hlutabréfa féll almennt á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfesta þykja greina fá merki um bata í efnahagslífinu þó sumir reikni með mýkri lendingu en búist var við. Associated Press-fréttastofan sagði í síðustu viku talsverðar sveiflur munu einkenna fjármálamarkaðinn vestanhafs og virðist það hafa verið að ganga eftir. Fréttastofan segir sameiginlegar björgunaraðgerðir seðlabanka víða um heim og fyrirhugaða innspýtingu bandaríska seðlabankans í þarlent efnahagslíf hafa létt fjárfestum lífið. Minni hreyfingar á skuldabréfamarkaði vestanhafs í dag bera þess merki að aðstæður á fjármálamörkuðum séu að batna frá því sem áður var og nálgist jafnvel jafnvægismörk. Afkomuspár tæknifyrirtækjanna Texas Instruments og Sun Microsystems urðu hins vegar til að gera vonir manna að engu. Þar koma fram nokkuð svartsýnar væntingar næstu mánuði. Þá sagði í uppgjöri Sun Microsystems að útlit sé fyrir taprekstur á fyrsta ársfjórðungi og afskriftum vegna samdráttar í efnahagslífinu. Gengi hlutabréfanna í Sun féllu um 17,4 prsent og Texas Instruments um um tæp 6,3 prósent. Fallið dró gengi hlutabréfa í Nasdaq-vísitölunni, sem samanstendur aff tæknifyrirtækjum, með sér. Nasdaq-vísitalan féll um 4,14 prósent og Dow Jones-vísitalan féll um 2,5 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×