Enski boltinn

Galliani segir ómögulegt að keppa við City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldinho í leik með Barcelona.
Ronaldinho í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP

Adriano Galliani segir ómögulegt að geta boðið jafn vel og Manchester City hefur boðið Ronaldinho í laun.

Ronaldinho hefur ítrekað verið orðaður við AC Milan og áður en leiktíðinni lauk á Spáni var það fullyrt að það væri nánast formsatriði að ganga frá samningum við hann.

En síðan þá hefur ekkert gerst í þeim málum og nú virðist nánast útilokað að hann sé á leið til félagsins.

„Manchester City hefur boðið honum tólf milljónir evra í árslaun (1,5 milljarður króna) í árslaun. Hvernig getum við keppt við það? Jú, kannski ef við fáum hann frítt," sagði Galliani.

Pep Guardiola, nýráðinn knattspyrnustjóri Barcelona, sagði í gær að Ronaldinho, Samuel Eto'o og Decu væru ekki framtíðaráætlunum sínum.

Galliano sagði einnig að það væri illmögulegt að fá Eto'o þar sem félagið gæti ekki keppt við ensk, spænsk og þýsk lið hvað laun varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×