Valur tekur við Njarðvík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. maí 2008 15:32 Valur Ingimundarson, verðandi þjálfari Njarðvíkur. Valur Ingimundarson mun taka við þjálfun Njarðvíkur í efstu deild karla í körfubolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. Valur mun skrifa undir samninginn í kvöld en ekki er enn ljóst hversu langur samningurinn verður. Hann þjálfaði síðast Skallagrím en var í fríi frá körfuboltanum í vetur. „Það var mjög þægilegt," sagði Valur. „Það þurfti mikið til að fá mig aftur í körfuna og finnst mér þetta mjög spennandi og verðugt verkefni sem er framundan í Njarðvík. Ég gat ekki skorast undan þessari áskorun." Þetta er í þriðja sinn sem Valur tekur við þjálfun Njarðvíkur en þjálfaði liðið fyrst árin 1987 og 1988 og svo aftur 1994 og 1995. Auk þess lék hann lengst af með Njarðvíkurliðinu. Njarðvík hefur misst nokkra leikmenn frá síðasta tímabili en Valur kveðst engar áhyggjur hafa af leikmannamálum. „Brenton Birmingham og Guðmundur Jónsson eru farnir og þá gætu nokkrir leikmenn verið á leið erlendis í nám. En annars þekki ég voðalega lítið til liðsins eins og er. Ég mun nú mæta í mína vinnu og gera það sem ég þarf að gera." Yngri bróðir Vals, Sigurður Ingimundarson, er þjálfari Íslandsmeistaraliðs Keflavíkur en þeir bræður hafa aldrei þjálfað í Reykjanesbæ á sama tíma. „Það var reyndar eitthvað sem ég ætlaði aldrei að gera. En við erum það miklir vinir og höfum aldrei látið körfuboltann koma upp á milli okkar. Ég hef engar áhyggjur af þessu enda tek ég yfirleitt ekki körfuboltann með mér heim." Hann neitar þó ekki að það gæti verið gaman að skáka yngri bróður. „Auðvitað væri það skemmtilegt. En þeir eru Íslandsmeistarar og staðan önnur hjá þeim en okkur sem stendur." Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Valur Ingimundarson mun taka við þjálfun Njarðvíkur í efstu deild karla í körfubolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. Valur mun skrifa undir samninginn í kvöld en ekki er enn ljóst hversu langur samningurinn verður. Hann þjálfaði síðast Skallagrím en var í fríi frá körfuboltanum í vetur. „Það var mjög þægilegt," sagði Valur. „Það þurfti mikið til að fá mig aftur í körfuna og finnst mér þetta mjög spennandi og verðugt verkefni sem er framundan í Njarðvík. Ég gat ekki skorast undan þessari áskorun." Þetta er í þriðja sinn sem Valur tekur við þjálfun Njarðvíkur en þjálfaði liðið fyrst árin 1987 og 1988 og svo aftur 1994 og 1995. Auk þess lék hann lengst af með Njarðvíkurliðinu. Njarðvík hefur misst nokkra leikmenn frá síðasta tímabili en Valur kveðst engar áhyggjur hafa af leikmannamálum. „Brenton Birmingham og Guðmundur Jónsson eru farnir og þá gætu nokkrir leikmenn verið á leið erlendis í nám. En annars þekki ég voðalega lítið til liðsins eins og er. Ég mun nú mæta í mína vinnu og gera það sem ég þarf að gera." Yngri bróðir Vals, Sigurður Ingimundarson, er þjálfari Íslandsmeistaraliðs Keflavíkur en þeir bræður hafa aldrei þjálfað í Reykjanesbæ á sama tíma. „Það var reyndar eitthvað sem ég ætlaði aldrei að gera. En við erum það miklir vinir og höfum aldrei látið körfuboltann koma upp á milli okkar. Ég hef engar áhyggjur af þessu enda tek ég yfirleitt ekki körfuboltann með mér heim." Hann neitar þó ekki að það gæti verið gaman að skáka yngri bróður. „Auðvitað væri það skemmtilegt. En þeir eru Íslandsmeistarar og staðan önnur hjá þeim en okkur sem stendur."
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira