Viðskipti erlent

Vöruskiptahalli eykst vestanhafs

Halli á vöruskiptum nam 62,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5.600 milljarða íslenskra króna, í júlí, samkvæmt gögnum bandaríska viðskiptaráðuneytisins, sem birt voru í dag. Þetta er 3,4 milljörðum bandaríkjadala meira en greinendur höfðu reiknað með. Viðlíka halli á vöruskiptum hefur ekki sést vestanhafs síðan í mars í fyrra, að sögn fréttastofu Associated Press. Mikil verðhækkun á innfluttri olíu skýrir muninn að mestu leyti en verðið fór upp um fimmtán prósent á milli mánaða. Sé olíuverðið undanskilið frá útreikningunum dróst vöruskiptahallinn hins vegar saman og hefðu jafn lágar tölur ekki sést síðan í október fyrir sex árum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×