Líkur á dómsmáli kröfuhafa bankanna Ingimar Karl Helgason skrifar 17. desember 2008 00:01 „Kröfuhafarnir hafa verið óánægðir yfir því að eignir skyldu vera teknar úr gömlu bönkunum og eingöngu innlán á móti. Síðan eigi að meta eignirnar nú, þegar verðið er með lægsta móti og gefa út handa þeim skuldabréf. En það er í raun eins og lögin eru í augnablikinu," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann ræddi við kröfuhafa í gamla Glitni á dögunum. Þar var meðal annars rætt um að kröfuhafarnir fengju eignarhlut í nýju bönkunum á móti kröfum sínum. „Þá yrðu þeir eigendur og enda þótt verðmatið yrði ekki rétt í upphafi, þá leiðréttist það síðar í gegnum eignarhlut þeirra," segir Árni. Hann bætir því við að ríkisvaldið þurfi að ákveða hvað gert verði. „Hættan er sú að ef þeir fá engan eignarhlut, eða eiga ekki kost á því, hvort sem þeir vilja það eða ekki, þá eru meiri líkur á að þeir láti reyna á lagasetninguna." Fram hefur komið að leggja þurfi nýju bönkunum til 385 milljarða króna í eigið fé. Ekki hefur enn komið fram nákvæmlega hvaðan þeir peningar eiga að koma, en í bréfi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að gefa eigi út ríkisskuldabréf sem verði lagt fram fyrir febrúar á næsta ári. Síðan sé áformað að selja eiginfjárframlag ríkisins um leið og jafnvægi kemst á og markaðsskilyrði leyfa. Úr fjármálaráðuneytinu fást þær upplýsingar að óvíst sé að ríkið þurfi að fara í sérstakar aðgerðir til að láta bönkunum í té nýtt eigið fé. Ríkið eigi „digra sjóði í Seðlabankanum" eins og heimildarmaður orðar það. Þá sé ekki útilokað að erlendir kröfuhafar eignist hluta í bönkunum og leggi þeim þannig til eigið fé. Samkvæmt yfirliti Seðlabankans átti ríkið ríflega 163 milljarða króna á viðskiptareikningi í bankanum um síðustu mánaðamót. „Kröfuhafarnir hafa sýnt takamarkaðan áhuga á að koma inn með nýja peninga," segir Árni Tómasson. „Ég geri ráð fyrir að ríkið vilji reyna að takmarka eins og unnt er þá fjármuni sem það þarf að setja inn í nýju bankana, með hliðsjón af öllum öðrum skuldbindingum ríkissjóðs um þessar mundir. Ef núverandi lánardrottnar eða nýir aðilar eru reiðubúnir að setja nýja fjármuni inn í nýju bankana, myndi ég ætla að ríkið skoðaði slíka aðkomu mjög vel." Markaðir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Kröfuhafarnir hafa verið óánægðir yfir því að eignir skyldu vera teknar úr gömlu bönkunum og eingöngu innlán á móti. Síðan eigi að meta eignirnar nú, þegar verðið er með lægsta móti og gefa út handa þeim skuldabréf. En það er í raun eins og lögin eru í augnablikinu," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann ræddi við kröfuhafa í gamla Glitni á dögunum. Þar var meðal annars rætt um að kröfuhafarnir fengju eignarhlut í nýju bönkunum á móti kröfum sínum. „Þá yrðu þeir eigendur og enda þótt verðmatið yrði ekki rétt í upphafi, þá leiðréttist það síðar í gegnum eignarhlut þeirra," segir Árni. Hann bætir því við að ríkisvaldið þurfi að ákveða hvað gert verði. „Hættan er sú að ef þeir fá engan eignarhlut, eða eiga ekki kost á því, hvort sem þeir vilja það eða ekki, þá eru meiri líkur á að þeir láti reyna á lagasetninguna." Fram hefur komið að leggja þurfi nýju bönkunum til 385 milljarða króna í eigið fé. Ekki hefur enn komið fram nákvæmlega hvaðan þeir peningar eiga að koma, en í bréfi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að gefa eigi út ríkisskuldabréf sem verði lagt fram fyrir febrúar á næsta ári. Síðan sé áformað að selja eiginfjárframlag ríkisins um leið og jafnvægi kemst á og markaðsskilyrði leyfa. Úr fjármálaráðuneytinu fást þær upplýsingar að óvíst sé að ríkið þurfi að fara í sérstakar aðgerðir til að láta bönkunum í té nýtt eigið fé. Ríkið eigi „digra sjóði í Seðlabankanum" eins og heimildarmaður orðar það. Þá sé ekki útilokað að erlendir kröfuhafar eignist hluta í bönkunum og leggi þeim þannig til eigið fé. Samkvæmt yfirliti Seðlabankans átti ríkið ríflega 163 milljarða króna á viðskiptareikningi í bankanum um síðustu mánaðamót. „Kröfuhafarnir hafa sýnt takamarkaðan áhuga á að koma inn með nýja peninga," segir Árni Tómasson. „Ég geri ráð fyrir að ríkið vilji reyna að takmarka eins og unnt er þá fjármuni sem það þarf að setja inn í nýju bankana, með hliðsjón af öllum öðrum skuldbindingum ríkissjóðs um þessar mundir. Ef núverandi lánardrottnar eða nýir aðilar eru reiðubúnir að setja nýja fjármuni inn í nýju bankana, myndi ég ætla að ríkið skoðaði slíka aðkomu mjög vel."
Markaðir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira