Viðskipti erlent

Japanir taka Asíuhluta Lehmans

Höfuðstöðvar Lehman Brothers, sem nú er í eigu breska bankans Barclays.
Höfuðstöðvar Lehman Brothers, sem nú er í eigu breska bankans Barclays. Mynd/AP
Japanska fjármálafyrirtækið Nomura Holdings hefur skrifað undir samkomulag um kaup á dótturfyrirtækjum og starfsemi bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers í Asíu. Starfsemi fyrirtækisins í Suður-Kóreu er þar undanskilin, að sögn breska viðskiptablaðsins Financial Times. Nokura Holdings er umsvifamesta og elsta verðbréfafyrirtæki Japans. Financial Times segir líkur á að fyrirtækið flaggi sömuleiðis kaupum á starfsemi Lehmans í Evrópu í dag. Bandaríski fjárfestingabankinn fór í þrot fyrir viku og olli miklum skell á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í kjölfarið. Nokkrir alþjóðlegir bankar og fjármálafyrirtæki hafa skipt bankanum að mestu á milli sín en Barclays, þriðji stærsti banki Bretlandseyja, keypti starfsemi Lehmans vestanhafs í síðustu viku. Þar á meðal eru höfuðstöðvar bankans í New York.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×