Buffett opnar veskið á ný 1. október 2008 22:00 Auðkýfingurinn Warren Buffett. Mynd/AFP Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett gert gert samkomulag um kaup á hlutabréfum í bandarísku risasamsteypunni General Electric fyrir þrjá milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 330 milljarða íslenskra króna. Kaupin eru gerð í gegnum fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway, sem hann hefur stýrt í rúm fjörutíu ár. Hlutabréfin eru svokölluð forgangshlutabréf sem veita fjárfestingafélaginu tíu prósenta arð á ári. Félagið hefur sömuleiðis skuldbundið sig til að eiga bréfin í þrjú ár en þá hefur General Electric leyfi til að kaupa þau aftur á tíu prósenta yfirverði. Auk þessa hefur Buffett skuldbundið sig til að kaupa hlutabréf í fyrirtækin fyrir þrjá milljarða dala til viðbótar af almennum hlutabréfum fyrir 22,25 dali á hlut og mun hann eiga þau í fimm ár. Lokagengi bréfa í samstæðunni var 24,5 dalir á hlut í dag, samkvæmt Bloomberg-fréttastofunni. Berkshire Hathaway hefur farið mikinn um fjármálaheiminn um þessar mundir enda er Buffett, sem hefur verið á meðal auðugustu manna í heimi um árabil, þekktur fyrir að kaupa hlutabréf félaga sem eru undirverðlög. Gengi bréfa í General Electric er í þeim flokki en það hefur fallið um tæp fimmtíu prósent síðastliðna tólf mánuði. Þá er skemmst að minnast svipaðra risakaupa Berkshire Hathaway í bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs í síðustu viku. Kaupin höfuð mjög jákvæð áhrif á bandaríska hlutabréfamarkað. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett gert gert samkomulag um kaup á hlutabréfum í bandarísku risasamsteypunni General Electric fyrir þrjá milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 330 milljarða íslenskra króna. Kaupin eru gerð í gegnum fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway, sem hann hefur stýrt í rúm fjörutíu ár. Hlutabréfin eru svokölluð forgangshlutabréf sem veita fjárfestingafélaginu tíu prósenta arð á ári. Félagið hefur sömuleiðis skuldbundið sig til að eiga bréfin í þrjú ár en þá hefur General Electric leyfi til að kaupa þau aftur á tíu prósenta yfirverði. Auk þessa hefur Buffett skuldbundið sig til að kaupa hlutabréf í fyrirtækin fyrir þrjá milljarða dala til viðbótar af almennum hlutabréfum fyrir 22,25 dali á hlut og mun hann eiga þau í fimm ár. Lokagengi bréfa í samstæðunni var 24,5 dalir á hlut í dag, samkvæmt Bloomberg-fréttastofunni. Berkshire Hathaway hefur farið mikinn um fjármálaheiminn um þessar mundir enda er Buffett, sem hefur verið á meðal auðugustu manna í heimi um árabil, þekktur fyrir að kaupa hlutabréf félaga sem eru undirverðlög. Gengi bréfa í General Electric er í þeim flokki en það hefur fallið um tæp fimmtíu prósent síðastliðna tólf mánuði. Þá er skemmst að minnast svipaðra risakaupa Berkshire Hathaway í bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs í síðustu viku. Kaupin höfuð mjög jákvæð áhrif á bandaríska hlutabréfamarkað.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent