Viðskipti erlent

Breskir stýrivextir ekki lægri í 314 ár

Englandsbanki. Hann var stofnaður árið 1694.
Englandsbanki. Hann var stofnaður árið 1694.

Englandsbanki lækkaði stýrivexti sína um 100 punkta og fara vextirnir við það úr þremur prósentum í tvö. Þeir voru síðast lækkaðir svo mikið í einu skrefi árið 1939, eða um svipað leyti og seinni heimsstyrjöldin skall á.

Lækkunin er í samræmi við væntingar markaðsaðila.

Gengi breska pundsins lækkaði talsvert á gjaldeyrismarkaði í dag og hafði aldrei ekki verið lægra gagnvart evru fyrir hádegi. Evran var tekin upp árið 1999.

Breska viðskiptablaðið Financial Times segir stýrivaxtalækkunina endurspegla þá vá sem vofi yfir bresku efnahagslífi. Þá segir blaðið stýrivextina nú jafngilda því sem þeir stóðu í á fyrsta starfsári Englandsbanka árið 1694.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×