Viðskipti innlent

Banakahólfið: Beðið eftir jólunum

Forstjóri Alfesca segir að af fenginni reynslu geri fólk vel við sig um hátíðarnar þegar kreppi að í efnahagslífinu. Markaðurinn/GVA
Forstjóri Alfesca segir að af fenginni reynslu geri fólk vel við sig um hátíðarnar þegar kreppi að í efnahagslífinu. Markaðurinn/GVA

„Svartsýnin er víða í því óvenjulega ástandi sem nú ríkir. Það sést á breyttum neysluvenjum fólks sem velur af kostgæfni hvað það snæðir, sérstaklega um hátíðir,“ segir Xavier Govare, forstjóri Alfesca.

Alfesca tapaði 323 þúsund evrum á fyrsta fjórðungi ársins, sem hófst í byrjun júlí. Til samanburðar nam hagnaðurinn 828 þúsund evrum á sama tíma í fyrra. Rekstarhagnaður nam 6,4 milljónum evra, sem er ellefu prósenta samdráttur frá síðasta ári en 12,5 prósenta aukning á samanburðargrundvelli þegar miðað er við stöðugt gengi og án tilfallandi kostnaðar.

Govare segir stjórnendur hafa dregið meðvitað úr kostnaði og aukið vöruúrval í samræmi við aðstæður á helstu mörkuðum fyrirtækisins. Vonast sé til að það skili sér í betri jólasölu.

Til stóð að greiða hluthöfum arð nú í fyrsta sinn. Sú ákvörðun hefur verið dregin til baka í ljósi einkar erfiðra aðstæðna á alþjóðlegum mörkuðum, að sögn forstjórans. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×