Gengi Lehmans Brothers hrundi um 40 prósent 9. september 2008 20:33 Fyrir utan höfuðstöðvar Lehman Brothers í New York í Bandaríkjunum. Næstum því helmingurinn af markaðsverðmæti bankans gufaði upp í dag. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í Lehman Brothers, fjórða umsvifamesta fjárfestingabanka Bandaríkjanna hrundi um 45 prósent á hlutabréfamarkaði í dag og dró markaðinn með sér í fallinu vestanhafs. Fjárfestar óttast nú að bankinn geti orðið gjaldþrota en hann leitar nú logandi ljósi að kaupanda að eignum sínum. Orðrómur fór á kreik um hugsanlegt andlát Lehman Brothers um það leyti sem fjárfestingabankinn J.P. Morgan og bandaríski seðlabankinn forðuðu fjárfestingabankanum Bear Stearns frá sömu örlögum á vordögum. Síðustu daga hafa átt sér stað viðræður á milli forráðamanna Lehmans og kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Þær viðræður hafa nú runnið út í sandinn og leitar bankinn nú leiða til að bæta eiginfjárstöðu sína með sölu eigna, samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Associated Press-fréttastofan bætir því við að þrengingar bankans hafi vakið ugg í röðum fjárfesta og telji þeir fjármálageirann enn standa á brauðfótum þrátt fyrir að fasteignalánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eigi nú bakland hjá bandaríska ríkinu. Gengi hlutabréfa í bankanum snerti methæðir 14. nóvember síðastliðinn þegar það fór í 67,73 dali á hlut. Miðað við þróun hlutabréfaverðs í bankanum í dag nemur fallið 87 prósentum frá hæsta gildi. Fallið smitaði út frá sér á alþjóðlega hlutabréfamarkaði og skýrir að nokkru leyti fall Úrvalsvísitölunnar hér. Hún féll um 2,47 prósent auk þess sem gengi krónunnar veiktist um 1,7 prósent. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,43 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,64 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Lehman Brothers, fjórða umsvifamesta fjárfestingabanka Bandaríkjanna hrundi um 45 prósent á hlutabréfamarkaði í dag og dró markaðinn með sér í fallinu vestanhafs. Fjárfestar óttast nú að bankinn geti orðið gjaldþrota en hann leitar nú logandi ljósi að kaupanda að eignum sínum. Orðrómur fór á kreik um hugsanlegt andlát Lehman Brothers um það leyti sem fjárfestingabankinn J.P. Morgan og bandaríski seðlabankinn forðuðu fjárfestingabankanum Bear Stearns frá sömu örlögum á vordögum. Síðustu daga hafa átt sér stað viðræður á milli forráðamanna Lehmans og kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Þær viðræður hafa nú runnið út í sandinn og leitar bankinn nú leiða til að bæta eiginfjárstöðu sína með sölu eigna, samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Associated Press-fréttastofan bætir því við að þrengingar bankans hafi vakið ugg í röðum fjárfesta og telji þeir fjármálageirann enn standa á brauðfótum þrátt fyrir að fasteignalánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eigi nú bakland hjá bandaríska ríkinu. Gengi hlutabréfa í bankanum snerti methæðir 14. nóvember síðastliðinn þegar það fór í 67,73 dali á hlut. Miðað við þróun hlutabréfaverðs í bankanum í dag nemur fallið 87 prósentum frá hæsta gildi. Fallið smitaði út frá sér á alþjóðlega hlutabréfamarkaði og skýrir að nokkru leyti fall Úrvalsvísitölunnar hér. Hún féll um 2,47 prósent auk þess sem gengi krónunnar veiktist um 1,7 prósent. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,43 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,64 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira