Spákaupmaðurinn: Greidd skuld er glatað fé 30. apríl 2008 00:01 Loksins, loksins, eftir mikla og margra ára baráttu og barning við lánastofnanir, innheimtumenn og lögfræðinga er hann loksins frjáls. Spákaupmaðurinn er nefnilega nýlega orðinn skuldlaus og vill syngjandi kátur byrja að spara En samt barmar hann sér. Hann á svo bágt. Hvað veldur? O, jújú. Hann er frjáls af fúlum skuldum og vill núna leggja til hliðar fyrir mögru árin ... eða mögru mánuðina vonandi ... sem eru fram undan. En hvað er þá til ráða? Það má leggja peningana inn á bankabók. Þá má fá vexti. Græða svolítið á þeim sem hafa grætt á spákaupmanninum öll þessi ár. Spákaupmaðurinn skautar yfir heimasíður bankanna. „Þetta er barasta voða fínt allt saman," hugsar hann, það má fá yfir ellefu prósenta vexti á sparnaðinn. Spákaupmaðurinn kýlir á'ða. Vekjaraklukkan hringir. Spákaupmaðurinn sprettur á fætur og kíkir í heimabankann. „&%$# ógn og skelfing," grenjar spákaupmaður. „Það er minna á reikningnum en í gær!" Það er víst komin verðbólga, verðbólga eins og sú sem skattmann forseti og fleiri losuðu okkur við áður en DOJBHHÁ-fóru á flot til Viðeyjar og víðar. Nú borgar sig ekki að spara. Núna segja menn að besta fjárfestingin sé að greiða niður skuldir. En hvað gerir þá skuldlausi spákaupmaðurinn?? Er ekki einu sinni með gott gengislán á bílnum, sem hann gæti fjárfest í með því að greiða niður. Ekki einu sinni raðgreiðslur! Ekki þýðir heldur að kaupa gjaldeyri eða gull fyrir peninginn, heldur ekki grjón. Þetta er allt í toppi. Spákaupmaður gnístir tönnum yfir þegar greiddum skuldum og finnur síminnkandi krónur seytla niður milli fingra og gufa út í loftið. Honum verður hugsað til ljóma bernskunnar þar sem ekki bara bankainnistæðan heldur líka skuldirnar lutu í gras í verðbólgu. Löngum stundum var setið við Íslenska efnahagsspilið og helgið ... og grátið. „Greidd skuld er glatað fé," hnussar í spákaupmanni, sem fer aftur upp í rúm og dregur sængina upp fyrir haus. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Loksins, loksins, eftir mikla og margra ára baráttu og barning við lánastofnanir, innheimtumenn og lögfræðinga er hann loksins frjáls. Spákaupmaðurinn er nefnilega nýlega orðinn skuldlaus og vill syngjandi kátur byrja að spara En samt barmar hann sér. Hann á svo bágt. Hvað veldur? O, jújú. Hann er frjáls af fúlum skuldum og vill núna leggja til hliðar fyrir mögru árin ... eða mögru mánuðina vonandi ... sem eru fram undan. En hvað er þá til ráða? Það má leggja peningana inn á bankabók. Þá má fá vexti. Græða svolítið á þeim sem hafa grætt á spákaupmanninum öll þessi ár. Spákaupmaðurinn skautar yfir heimasíður bankanna. „Þetta er barasta voða fínt allt saman," hugsar hann, það má fá yfir ellefu prósenta vexti á sparnaðinn. Spákaupmaðurinn kýlir á'ða. Vekjaraklukkan hringir. Spákaupmaðurinn sprettur á fætur og kíkir í heimabankann. „&%$# ógn og skelfing," grenjar spákaupmaður. „Það er minna á reikningnum en í gær!" Það er víst komin verðbólga, verðbólga eins og sú sem skattmann forseti og fleiri losuðu okkur við áður en DOJBHHÁ-fóru á flot til Viðeyjar og víðar. Nú borgar sig ekki að spara. Núna segja menn að besta fjárfestingin sé að greiða niður skuldir. En hvað gerir þá skuldlausi spákaupmaðurinn?? Er ekki einu sinni með gott gengislán á bílnum, sem hann gæti fjárfest í með því að greiða niður. Ekki einu sinni raðgreiðslur! Ekki þýðir heldur að kaupa gjaldeyri eða gull fyrir peninginn, heldur ekki grjón. Þetta er allt í toppi. Spákaupmaður gnístir tönnum yfir þegar greiddum skuldum og finnur síminnkandi krónur seytla niður milli fingra og gufa út í loftið. Honum verður hugsað til ljóma bernskunnar þar sem ekki bara bankainnistæðan heldur líka skuldirnar lutu í gras í verðbólgu. Löngum stundum var setið við Íslenska efnahagsspilið og helgið ... og grátið. „Greidd skuld er glatað fé," hnussar í spákaupmanni, sem fer aftur upp í rúm og dregur sængina upp fyrir haus. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira