Eiður: Ég vildi helst mæta Man Utd 21. apríl 2008 15:52 NordcPhotos/GettyImages Eiður Smári Guðjohnsen segir félaga sína hjá Barcelona vel stemmda fyrir leikina gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Í samtali við Guardian segist hann helst hafa óskað þess að mæta United af liðunum þremur sem eru í undanúrslitunum ásamt Barcelona. Börsungum hefur ekki gengið sem skildi í deildinni heima fyrir en Eiður segir ekkert vanta upp á sjálfstraustið hjá liðinu. Hann segir United hafa ástæðu til að óttast sóknarþunga Katalóníuliðsins. "Okkur hefur skort sjálfstraust í deildinni hér heima og það er eins og við þurfum að skora þrjú mörk til að geta unnið leik," sagði Eiður, en Barcelona hefur aðeins unnið einn af síðustu átta deildarleikjum sínum. "Í meistaradeildinni hefur okkur aftur á móti gengið betur að verjast og þar vantar ekkert upp á sjálfstraustið. Ég er persónulega með það markmið að sigra í Evrópukeppninni því ég hef tvisvar komist í undanúrslitin," sagði Eiður og bætti við að hann væri feginn að mæta United í undanúrslitunum. "Ég vildi fá United því það er liðið sem hentar okkur best. Gegn þeim fáum við smá pláss til að spila fótbolta. United er hæfileikaríkara lið en Chelsea og Liverpool, en ekki jafn líkamlega sterkt og þétt varnarlega." Eiður minnist þess að United hafi sýnt sér áhuga þegar hann fór frá Chelsea. "United sýndi mér áhuga tvisvar áður en ég fór til Barcelona og það er mikill heiður. Alex Ferguson er goðsögn í lifanda lífi og maður sem hefur gert frábæra hluti. Chelsea vildi hinsvegar ekki selja mig til keppinauta sinna og þegar kom tilboð frá Barcelona- var ég ekki lengi að hugsa mig um," sagði Eiður í samtali við Guardian. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir félaga sína hjá Barcelona vel stemmda fyrir leikina gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Í samtali við Guardian segist hann helst hafa óskað þess að mæta United af liðunum þremur sem eru í undanúrslitunum ásamt Barcelona. Börsungum hefur ekki gengið sem skildi í deildinni heima fyrir en Eiður segir ekkert vanta upp á sjálfstraustið hjá liðinu. Hann segir United hafa ástæðu til að óttast sóknarþunga Katalóníuliðsins. "Okkur hefur skort sjálfstraust í deildinni hér heima og það er eins og við þurfum að skora þrjú mörk til að geta unnið leik," sagði Eiður, en Barcelona hefur aðeins unnið einn af síðustu átta deildarleikjum sínum. "Í meistaradeildinni hefur okkur aftur á móti gengið betur að verjast og þar vantar ekkert upp á sjálfstraustið. Ég er persónulega með það markmið að sigra í Evrópukeppninni því ég hef tvisvar komist í undanúrslitin," sagði Eiður og bætti við að hann væri feginn að mæta United í undanúrslitunum. "Ég vildi fá United því það er liðið sem hentar okkur best. Gegn þeim fáum við smá pláss til að spila fótbolta. United er hæfileikaríkara lið en Chelsea og Liverpool, en ekki jafn líkamlega sterkt og þétt varnarlega." Eiður minnist þess að United hafi sýnt sér áhuga þegar hann fór frá Chelsea. "United sýndi mér áhuga tvisvar áður en ég fór til Barcelona og það er mikill heiður. Alex Ferguson er goðsögn í lifanda lífi og maður sem hefur gert frábæra hluti. Chelsea vildi hinsvegar ekki selja mig til keppinauta sinna og þegar kom tilboð frá Barcelona- var ég ekki lengi að hugsa mig um," sagði Eiður í samtali við Guardian.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Sjá meira