Viðskipti erlent

Brown vill sjá botninn í lausafjárkrísunni

Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, horfir til Gordons Brown, forsætisráðherra.
Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, horfir til Gordons Brown, forsætisráðherra. Mynd/AFP

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er nú staddur í New York í Bandaríkjunum og mun næstu þrjá daga ræða við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóra, og aðra lykilmenn í fjármálageiranum þar í landi. Tilgangur hans er að þrýsta á um að bandarískum fjármálaheimum geri hreint fyrir sínum dyrum, opni bækurnar og sýni hversu illa undirmálskreppan hefur komið við þá.

Breska ríkisútvarpið segir Brown fullvissan um að heimsókn hans geti leitt til þess að fjármálaheimurinn geti farið að sjá til botns í lausafjárkreppunni, sem hefur riðið húsum á fjármálamörkuðum frá miðju síðasta ári.

Stjórnvöld og seðlabankar beggja vegna Atlantsála hafa áður tekið saman höndum til að stuðla að því að opna fyrir aukningu á lausafé í umferð með því að dæla inn milljörðum á fjármálamarkaði með ýmsum hætti, svo sem í formi nýrra lánaflokka með ódýrari vöxtum en gengur og gerist. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×