Bayer Leverkusen komst upp í efsta sætið í þýsku deildinni í kvöld með því að vinna 2-0 útisigur á Werder Bremen. Fjórir leikir voru í kvöld en aðrir fimm eru á dagskrá á morgun og þá getur Hoffenheim endurheimt toppsætið.
Schalke komst upp í þriðja sæti deildarinnar með 3-0 sigri á Karlsruhe, Wolfsburg vann Borussa Mönchengladbagh einnig 3-0 og þá gerðu Arminia Bielefeld og Energie Cottbus jafntefli 1-1 í botnbaráttuslag í kvöld.