Bayern Munchen er nú komið með aðra höndina á meistaratitilinn í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-1 útisigur á Frankfurt í kvöld. Ítalinn Luca Toni hélt uppteknum hætti og skoraði tvívegis í leiknum.
Bayern hefur nú náð 10 stiga forystu á toppi deildarinnar þegar aðeins fimm umferðir eru eftir og liðið gæti jafnvel tryggt sér titilinn í næstu umferð ef úrslit verða liðinu hagstæð.