Pilsfaldakapítalismi Þorvaldur Gylfason skrifar 25. september 2008 11:07 Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum. Fjárhæðin, sem skattgreiðendum er með tímanum ætlað að reiða fram, nemur fimm prósentum af framleiðslu Bandaríkjanna 2007. Það gerir 9.200 dollara á hverja fjögurra manna fjölskyldu þar vestra eða nálega 900.000 krónur á gengi dagsins. Meðaltekjur bandarískra heimila eru nú um 60.000 dollarar á ári. Það samsvarar 90.000 dollurum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Óvíst er, hvort þessir 700 milljarðar hrökkva fyrir tilætlaðri hreingerningu. Kenneth Rogoff, prófessor á Harvard og fyrrum aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lítur svo á, að hreingerningin geti kostað allt að þrisvar sinnum meira fé, þegar allt kemur til alls, eða 2.000 milljarða dollara. Reynist það rétt, mun reikningurinn á endanum nema 26.000 dollurum eða tveim og hálfri milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það getur því tekið meðalfjölskyldu allt upp í þrjá eða fjóra mánuði að vinna fyrir því fé, sem þarf til að moka flórinn í fjármálageiranum. Fyrri fjármálakreppurHreingerningin eftir fjöldagjaldþrot banka og sparisjóða í Bandaríkjunum 1986-95 kostaði fjögur prósent af landsframleiðslunni þar vestra; um skeið var talið, að kostnaðurinn myndi nema allt að tíu prósentum af landsframleiðslu, en svo illa fór þó ekki. Einn þeirra, sem setti sparisjóð á hausinn með ótæpilegum útlánum og bruðli og varpaði 1,3 milljarða dollara skaða á skattgreiðendur, var Neil Bush, bróðir Bandaríkjaforseta. Hann slapp með 50.000 dollara sekt og bann við frekari aðkomu að bankastjórn (Repúblikanaflokkurinn skaut saman fyrir sektinni). Fimm þingmenn sættu sérstakri rannsókn siðanefndar Bandaríkjaþings fyrir að mylja undir spilltan sparisjóðsstjóra, sem var dæmdur í tólf ára fangelsi. Einn þeirra var John McCain, nú forsetaframbjóðandi repúblikana. Hann slapp með áminningu fyrir lélega dómgreind.Hversu mikið fé hafa bankakreppur annars staðar kostað skattgreiðendur? Bankakreppan á Norðurlöndum fyrir tæpum 20 árum kostaði skattgreiðendur í Noregi og Svíþjóð þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu og í Finnlandi 13 prósent, þar eð hrun Sovétríkjanna um svipað leyti þyngdi róðurinn í finnsku efnahagslífi. Um sjöttungur útistandandi bankalána í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi lenti í vanskilum. Rót vandræðanna í löndunum þrem mátti rekja til óhóflegrar útlánaaukningar í kjölfar frívæðingar fjármálakerfisins. Var frívæðingin misráðin? Nei, en henni hefði þurft að fylgja eftir með strangara aðhaldi og eftirliti. Hreingerningin eftir fjármálakreppuna í Japan 1997 kostaði fjórðung af landsframleiðslu; þar lenti þriðjungur lána í vanskilum. Þessar tölur eru sóttar í nýja skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir hirða hagnaðinn, þú berð tapiðTvær ákvarðanir stjórnvalda ollu miklu um kreppuna nú á bandarískum fjármálamörkuðum. Í fyrsta lagi lækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna vexti eftir 2000, svo að húsnæðisverð hækkaði upp fyrir eðlileg mörk (líkt og gerðist hér heima nokkru síðar, þegar ódýrt erlent lánsfé tók að streyma inn í landið). Bankar og aðrar lánastofnanir gengu á lagið og fóru geyst í útlánum, einkum með undirmálslánum til húsakaupa handa fólki, sem tók lánin með tvær hendur tómar.Þegar húsnæðisbólan hjaðnaði, rýrnuðu veð bankanna og vanskil hlóðust upp. Í annan stað afnam Bandaríkjaþing 1999 með lögum gamalt bann frá 1933 gegn því, að viðskiptabankar starfi einnig sem fjárfestingarbankar. Þessari lagabreytingu fylgdi mun veikara bankaeftirlit en áður og meiri áhættufíkn bankanna. Þeir tóku að veita lán í miklu stærri stíl en áður og selja skuldaviðurkenningar lántakenda öðrum bönkum og þannig koll af kolli.Þessi keðjubréf breyttu bankalandslagi Bandaríkjanna í jarðsprengjusvæði í þeim skilningi, að enginn veit lengur fyrir víst, ekki heldur bankarnir sjálfir, hvar útlánaáhættan liggur grafin. Bankarnir þora því ekki lengur að lána hver öðrum. Jörðin er frosin. Aðalhöfundur nýju laganna var Philip Gramm, efnahagsráðgjafi Johns McCain. Ríkisstjórn Bush forseta eygir enga leið aðra út úr ógöngunum en að senda skattgreiðendum reikninginn án þess þó að skerða hár á höfði sökudólganna. Þetta er sósíalismi andskotans í allri sinni dýrð: pilsfaldakapítalismi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum. Fjárhæðin, sem skattgreiðendum er með tímanum ætlað að reiða fram, nemur fimm prósentum af framleiðslu Bandaríkjanna 2007. Það gerir 9.200 dollara á hverja fjögurra manna fjölskyldu þar vestra eða nálega 900.000 krónur á gengi dagsins. Meðaltekjur bandarískra heimila eru nú um 60.000 dollarar á ári. Það samsvarar 90.000 dollurum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Óvíst er, hvort þessir 700 milljarðar hrökkva fyrir tilætlaðri hreingerningu. Kenneth Rogoff, prófessor á Harvard og fyrrum aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lítur svo á, að hreingerningin geti kostað allt að þrisvar sinnum meira fé, þegar allt kemur til alls, eða 2.000 milljarða dollara. Reynist það rétt, mun reikningurinn á endanum nema 26.000 dollurum eða tveim og hálfri milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það getur því tekið meðalfjölskyldu allt upp í þrjá eða fjóra mánuði að vinna fyrir því fé, sem þarf til að moka flórinn í fjármálageiranum. Fyrri fjármálakreppurHreingerningin eftir fjöldagjaldþrot banka og sparisjóða í Bandaríkjunum 1986-95 kostaði fjögur prósent af landsframleiðslunni þar vestra; um skeið var talið, að kostnaðurinn myndi nema allt að tíu prósentum af landsframleiðslu, en svo illa fór þó ekki. Einn þeirra, sem setti sparisjóð á hausinn með ótæpilegum útlánum og bruðli og varpaði 1,3 milljarða dollara skaða á skattgreiðendur, var Neil Bush, bróðir Bandaríkjaforseta. Hann slapp með 50.000 dollara sekt og bann við frekari aðkomu að bankastjórn (Repúblikanaflokkurinn skaut saman fyrir sektinni). Fimm þingmenn sættu sérstakri rannsókn siðanefndar Bandaríkjaþings fyrir að mylja undir spilltan sparisjóðsstjóra, sem var dæmdur í tólf ára fangelsi. Einn þeirra var John McCain, nú forsetaframbjóðandi repúblikana. Hann slapp með áminningu fyrir lélega dómgreind.Hversu mikið fé hafa bankakreppur annars staðar kostað skattgreiðendur? Bankakreppan á Norðurlöndum fyrir tæpum 20 árum kostaði skattgreiðendur í Noregi og Svíþjóð þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu og í Finnlandi 13 prósent, þar eð hrun Sovétríkjanna um svipað leyti þyngdi róðurinn í finnsku efnahagslífi. Um sjöttungur útistandandi bankalána í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi lenti í vanskilum. Rót vandræðanna í löndunum þrem mátti rekja til óhóflegrar útlánaaukningar í kjölfar frívæðingar fjármálakerfisins. Var frívæðingin misráðin? Nei, en henni hefði þurft að fylgja eftir með strangara aðhaldi og eftirliti. Hreingerningin eftir fjármálakreppuna í Japan 1997 kostaði fjórðung af landsframleiðslu; þar lenti þriðjungur lána í vanskilum. Þessar tölur eru sóttar í nýja skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir hirða hagnaðinn, þú berð tapiðTvær ákvarðanir stjórnvalda ollu miklu um kreppuna nú á bandarískum fjármálamörkuðum. Í fyrsta lagi lækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna vexti eftir 2000, svo að húsnæðisverð hækkaði upp fyrir eðlileg mörk (líkt og gerðist hér heima nokkru síðar, þegar ódýrt erlent lánsfé tók að streyma inn í landið). Bankar og aðrar lánastofnanir gengu á lagið og fóru geyst í útlánum, einkum með undirmálslánum til húsakaupa handa fólki, sem tók lánin með tvær hendur tómar.Þegar húsnæðisbólan hjaðnaði, rýrnuðu veð bankanna og vanskil hlóðust upp. Í annan stað afnam Bandaríkjaþing 1999 með lögum gamalt bann frá 1933 gegn því, að viðskiptabankar starfi einnig sem fjárfestingarbankar. Þessari lagabreytingu fylgdi mun veikara bankaeftirlit en áður og meiri áhættufíkn bankanna. Þeir tóku að veita lán í miklu stærri stíl en áður og selja skuldaviðurkenningar lántakenda öðrum bönkum og þannig koll af kolli.Þessi keðjubréf breyttu bankalandslagi Bandaríkjanna í jarðsprengjusvæði í þeim skilningi, að enginn veit lengur fyrir víst, ekki heldur bankarnir sjálfir, hvar útlánaáhættan liggur grafin. Bankarnir þora því ekki lengur að lána hver öðrum. Jörðin er frosin. Aðalhöfundur nýju laganna var Philip Gramm, efnahagsráðgjafi Johns McCain. Ríkisstjórn Bush forseta eygir enga leið aðra út úr ógöngunum en að senda skattgreiðendum reikninginn án þess þó að skerða hár á höfði sökudólganna. Þetta er sósíalismi andskotans í allri sinni dýrð: pilsfaldakapítalismi.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar