Viðskipti erlent

Inngrip ríkisins hindra hremmingar

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, fyrir utan Hvíta húsið í Washington fyrir stundu.
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, fyrir utan Hvíta húsið í Washington fyrir stundu. Mynd/AP
Aðgerðir bandarískra stjórnvalda og seðlabanka heimsins hafa komið í veg fyrir alvarlegar hremmingar á fjármálamörkuðu. Þetta sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið fí Washington fyrir nokkrum mínútum. Bush frestaði ferð sinni til Alabama og Flórída sérstaklega til að fjalla um miklar hræringar á fjármálamörkuðum. Skellur var á bandarískum markaði í gær og óttast bandarískir fjárfestar að fleiri fjármálafyrirtæki eigi eftir að fara á hliðina með skelfilegum afleiðingum. Bush sagði inngrip stjórnvalda upp á síðkastið hafa verið nauðsynlega. Ríkið hefur nýverið tekið yfir rekstur hálfopinberu húsnæðislánasjóðina Fannie Mae og Freddie Mac auk þess sem það kom í veg fyrir gjaldþrot bandaríska tryggingarisans AIG í vikubyrjun. Það er umsvifamesta björgunaraðgerðin í bandarískri fjármálasögu. Bush sagði ennfremur að nauðsynlegt væri að herða reglur um fjármálamarkaði og vísaði svo sem til reglna sem setja hömlur á skortsölu með hlutabréf skráðra fyrirtækja.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×