Viðskipti erlent

Fall á evrópskum hlutabréfamörkuðum

Miðlarar að störfum á hlutabréfamarkaði í Frankfurt í Þýskalandi.
Miðlarar að störfum á hlutabréfamarkaði í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP
Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað mikið í evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Virðist sem ótti bandarískra fjárfesta og fall vestanhafs í gær um óburðugt alþjóðlegt hagkerfi og hugsanlegt samdráttarskeið víða hafi smitað út frá sér heiminn á enda. Þannig hafa vísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og í Frakklandi fallið um rúm þrjú prósent. Mikil lækkun er sömuleiðis á norrænu mörkuðunum. C-20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur lækkað um 1,98 á meðan vísitölur í kauphöllum í Sviþjóð og Finnlandi hafa fallið um tæp fjögur prósent. Mest er fallið í norsku kauphöllinni í Ósló, eða 4,65 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×