Viðskipti innlent

Bakkavör aldrei lægri

Gengi Bakkavarar fimmtánfaldaðist frá skráningu árið 2000 til júlí 2007. Það fór undir útboðsgengi í gær og hefur aldrei verið lægra. Markaðurinn/vilhelm
Gengi Bakkavarar fimmtánfaldaðist frá skráningu árið 2000 til júlí 2007. Það fór undir útboðsgengi í gær og hefur aldrei verið lægra. Markaðurinn/vilhelm
„Ég get ekki útskýrt hvers vegna gengi Bakkavarar er ekki hærra,“ sagði Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, á aðalfundi þess í vor. Hann vísaði til óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Gengi hlutabréfa í Bakkavör snerti 4,10 krónur á hlut í gær og hefur aldrei verið lægra.

Fyrirtækið, sem þeir bræður Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu fyrir 22 árum, var skráð á markað um miðjan maí árið 2000. Bréf þess fóru á 5,5 krónur á hlut í útboði fyrir skráninguna en endaði krónu lægra á fyrsta viðskiptadegi í Kauphöllinni.

Bakkavör óx ásmegin eftir þetta sem skilaði sér í nokkuð snarpri gengishækkun hlutabréfa, ekki síst eftir 2002. Í tvígang í fyrra náði gengið hæstu hæðum, síðast 20. júlí þegar það náði 72,1 krónu á hlut. Það er fimmtánföldun á sjö árum. Tveimur dögum fyrr sló Úrvalsvísitalan hæsta gildi í 9.016 stigum.

Fljótlega eftir þetta tóku gengi bréfanna dýfu líkt og vísitalan en gengisfallið á þessu rúma ári nemur 94 prósentum.

Þeir Bakkabræður lögðu bréf sín í Bakkavör inn í Meið, sem síðar varð Exista, fyrir sex árum en keyptu hann til baka 10. október síðastliðinn fyrir tæpa 8,4 milljarða króna á genginu 9,7 krónur á hlut. Miðað við lokagengi bréfanna í gær nemur verðmæti hlutarins í dag 3,8 milljörðum króna og hefur því rýrnað um 4,8 milljarða á mánuði.- jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×