Shouse og Zdravevski áfram hjá Stjörnunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2008 09:41 Justin Shouse í leik með Snæfelli á síðasta tímabili. Mynd/Anton Stjórn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur komist að samkomulagi við þá Justin Shouse og Jovan Zdravevski um að halda áfram að spila með liðinu í vetur. Fram kom á Vísi í gær að samningar beggja hefðu verið í endurskoðun í gær hjá stjórninni. Gunnar Sigurðsson, formaður stjórnarinnar, sagði í samtali við Vísi í gær að viðræður við tvímenningana hafi skilað góðum árangri. „Við náðum að semja um hagstæðari kjör við báða leikmenn fyrir deildina. Deildin hefur þar með náð að minnka kostnað og og getur því enn staðið við gerðar áætlanir," sagði Gunnar. Hann bætti því þó við að ef ástandið myndi breytast enn frekar yrði þá að endurskoða þær áætlanir. Jovan Zdravevski er íslenskur ríkisborgari en aðeins hann og Shouse voru einu leikmenn liðsins á launum eftir að samningi Nemanja Sovic var sagt upp í vikunni. „Við þurftum að lækka launin hjá Jovan líka. Við erum mjög ánægðir með að þeir hafi með þessu komið til móts við okkur og teljum við að við höfum náð að gera samninga sem voru mjög góðir fyrir báða aðila." „Það hefði verið mjög slæmt að missa Justin þar sem hann er bæði að kenna í skóla hér í Garðabæ og er að þjálfa yngri flokka. Ég sé enga ástæðu til að reka menn bara til þess eins að reka þá ef það er yfir höfuð hægt að halda þeim," bætti hann við. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Stjórn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur komist að samkomulagi við þá Justin Shouse og Jovan Zdravevski um að halda áfram að spila með liðinu í vetur. Fram kom á Vísi í gær að samningar beggja hefðu verið í endurskoðun í gær hjá stjórninni. Gunnar Sigurðsson, formaður stjórnarinnar, sagði í samtali við Vísi í gær að viðræður við tvímenningana hafi skilað góðum árangri. „Við náðum að semja um hagstæðari kjör við báða leikmenn fyrir deildina. Deildin hefur þar með náð að minnka kostnað og og getur því enn staðið við gerðar áætlanir," sagði Gunnar. Hann bætti því þó við að ef ástandið myndi breytast enn frekar yrði þá að endurskoða þær áætlanir. Jovan Zdravevski er íslenskur ríkisborgari en aðeins hann og Shouse voru einu leikmenn liðsins á launum eftir að samningi Nemanja Sovic var sagt upp í vikunni. „Við þurftum að lækka launin hjá Jovan líka. Við erum mjög ánægðir með að þeir hafi með þessu komið til móts við okkur og teljum við að við höfum náð að gera samninga sem voru mjög góðir fyrir báða aðila." „Það hefði verið mjög slæmt að missa Justin þar sem hann er bæði að kenna í skóla hér í Garðabæ og er að þjálfa yngri flokka. Ég sé enga ástæðu til að reka menn bara til þess eins að reka þá ef það er yfir höfuð hægt að halda þeim," bætti hann við.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira