Sagan á bakvið Lehman Brothers 17. september 2008 00:01 Höfuðstöðvar Lehman Með gjaldþroti Lehman Brothers hverfur eitt sögufrægasta fyrirtæki Wall Street af sjónarsviðinu. Það var stofnað 1850 í Montgomery í Alabama og fékkst í fyrstu aðallega við bómullarviðskipti. Árið 1906 tók fyrirtækið að fást við verðbréfaverslun þegar það tók í félagi við Goldman Sachs að sér fyrstu hlutafjárútboð margra mikilvægustu fyrirtækja Bandaríkjanna. Lehman sérhæfði sig í fasteignatryggðum verðbréfum og var með fyrstu fyrirtækjunum á Wall Street til að bjóða upp á fjármálagerninga og skuldvafninga byggða á þeim. Eftir 2001 nýtti fyrirtækið þessa sérþekkingu til að sækja inn á áhættusaman markað með ýmis fasteignaskuldabréf. Þegar fjármálakreppan skall á var Lehman stærsti útgefandi fasteignatryggðra skuldvafninga í Bandaríkjunum. Þegar undirmálslánakreppan gerði vart við sig fullvissaði forstjórinn Richard Fuld fjárfesta hins vegar um að fyrirtækið stæði traustum fótum og ætti lítið af áhættusömum skuldvafningum. Síðan þá hefur komið í ljós að uppgjör félagsins voru fegruð með bókhaldsbrellum. Síðan í vor hefur Lehman afskrifað 8,2 milljarða og ljóst var að afkoma þriðja ársfjórðungs yrði síst skárri. Áætlað hefur verið að Lehman hafi átt um 61 milljarð dala í ýmsum fasteignatryggðum skuldabréfum, og meira af eiginfé fyrirtækisins var bundið í illseljanlegum skuldvafningum en nokkurs annars fjárfestingarbanka, að Merrill Lynch frátöldum. Ólíkt Merrill átti Lehman hins vegar lítið af eignum sem auðvelt var að koma í verð til að bregðast við tapi og afskriftum. Eina leið Lehman út úr vandanum var því að finna nýja hluthafa sem hefðu getað endurfjármagnað reksturinn, og þegar sú leit bar engan árangur var gjaldþrot óumflýjanlegt. - msh Markaðir Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Með gjaldþroti Lehman Brothers hverfur eitt sögufrægasta fyrirtæki Wall Street af sjónarsviðinu. Það var stofnað 1850 í Montgomery í Alabama og fékkst í fyrstu aðallega við bómullarviðskipti. Árið 1906 tók fyrirtækið að fást við verðbréfaverslun þegar það tók í félagi við Goldman Sachs að sér fyrstu hlutafjárútboð margra mikilvægustu fyrirtækja Bandaríkjanna. Lehman sérhæfði sig í fasteignatryggðum verðbréfum og var með fyrstu fyrirtækjunum á Wall Street til að bjóða upp á fjármálagerninga og skuldvafninga byggða á þeim. Eftir 2001 nýtti fyrirtækið þessa sérþekkingu til að sækja inn á áhættusaman markað með ýmis fasteignaskuldabréf. Þegar fjármálakreppan skall á var Lehman stærsti útgefandi fasteignatryggðra skuldvafninga í Bandaríkjunum. Þegar undirmálslánakreppan gerði vart við sig fullvissaði forstjórinn Richard Fuld fjárfesta hins vegar um að fyrirtækið stæði traustum fótum og ætti lítið af áhættusömum skuldvafningum. Síðan þá hefur komið í ljós að uppgjör félagsins voru fegruð með bókhaldsbrellum. Síðan í vor hefur Lehman afskrifað 8,2 milljarða og ljóst var að afkoma þriðja ársfjórðungs yrði síst skárri. Áætlað hefur verið að Lehman hafi átt um 61 milljarð dala í ýmsum fasteignatryggðum skuldabréfum, og meira af eiginfé fyrirtækisins var bundið í illseljanlegum skuldvafningum en nokkurs annars fjárfestingarbanka, að Merrill Lynch frátöldum. Ólíkt Merrill átti Lehman hins vegar lítið af eignum sem auðvelt var að koma í verð til að bregðast við tapi og afskriftum. Eina leið Lehman út úr vandanum var því að finna nýja hluthafa sem hefðu getað endurfjármagnað reksturinn, og þegar sú leit bar engan árangur var gjaldþrot óumflýjanlegt. - msh
Markaðir Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent