Viðskipti innlent

Leiðbeiningar í smíðum í ráðuneytinu

Aðstoðar­maður fjármálaráðherra segir ráðuneytið nýta sér þá vinnu sem Viðskiptaráð hafi innt af hendi við gerð leiðbeininga um stjórnarhætti í opinberum fyrirtækjum. 
Markaðurinn/GVA
Aðstoðar­maður fjármálaráðherra segir ráðuneytið nýta sér þá vinnu sem Viðskiptaráð hafi innt af hendi við gerð leiðbeininga um stjórnarhætti í opinberum fyrirtækjum. Markaðurinn/GVA

„Þessi vinna er í gangi í ráðuneytinu. Leiðbeiningarnar og sú vinna sem liggur á bak við þær verða teknar til skoðunar,“ segir Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra.

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, afhenti á föstudag fulltrúa fjármálaráðherra og bankaráðanna leiðbeiningar um stjórnhætti opinberra fyrirtækja.

Fjármála- og viðskiptaráðuneytin hafa verið með leiðbeiningar sem þessar í undirbúningi um nokkurt skeið. Finnur vonar að vinnan geti létt undir með þeim.

„Við vonumst til, og í reynd teljum, að viðskiptaráðuneyti og fjármálaráðuneyti muni beita sér fyrir innleiðingu leiðbeininganna hjá þeim fyrirtækjum sem ríkið á hlut í. Með því væri ríkisstjórnin að bregðast við ákalli íslensks viðskiptalífs og erlendra aðila um aukið gagnsæi og á sama tíma efla samkeppni og stuðla að endurreisn trausts og trúverðugleika,“ segir Finnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×