Viðskipti erlent

Atvinnuleysi í Bretlandi sex prósent

Fólk í biðröð. Þó ekki fyrir að bíða eftir atvinnuleysisbótum heldur til að taka sparifé sitt út úr Northern Rock-bankanum, einum af mörgum í Bretlandi sem hafa farið á hliðina og sagt upp starfsfólki.
Fólk í biðröð. Þó ekki fyrir að bíða eftir atvinnuleysisbótum heldur til að taka sparifé sitt út úr Northern Rock-bankanum, einum af mörgum í Bretlandi sem hafa farið á hliðina og sagt upp starfsfólki.

Atvinnuleysi mældist sex prósent í Bretlandi í október, samkvæmt upplýsingum sem breska hagstofan birti í dag. Þetta er 0,2 prósentustiga aukning á milli mánaða.

Breska ríkisútvarpið bendir á að atvinnuleysi hafi ekki verið meira síðan í mars árið 1991, eða fyrir 17 árum.

Líkt og áður hefur komið fram er almennt reiknað með því að atvinnuleysi muni aukast í Bretlandi á næstu mánuðum þegar uppsagnir í tengslum við samþættingu og hrun banka þar í landi auk þess sem samdráttur og gjaldþrot verslana mun skila sér í auknum fjölda á atvinnuleysisskrá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×