Ísland tapaði fyrir Frakklandi Elvar Geir Magnússon skrifar 26. júlí 2008 17:15 Íslenska landsliðið lék í dag annan leik sinn á æfingamóti í Frakklandi. Leikið var gegn heimamönnum sem unnu 31-28 sigur. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Í gær tapaði liðið fyrir Spánverjum en í hádeginu á morgun leikur það gegn Egyptalandi. Þessir leikir eru hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir Ólympíuleikana. Staðan í hálfleik í kvöld var 16-16 en Frakkar voru sterkari í seinni hálfleik. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Frakkland - Ísland 31-28 Markaskorarar Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8 (5 víti), Ólafur Stefánsson 5, Logi Geirsson 4, Alexander Petersson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. _______________________ 19:07 Leik lokið - Frakkar hrósa þriggja marka sigri. 19:05 Frakkar tóku leikhlé og skoruðu strax eftir það. 31-28. 19:00 Tvær mínútur til leiksloka og Frakkar hafa tveggja marka forystu 30-28. 18:57 Snorri Steinn öryggið uppmálað á vítalínunni. Hann er kominn með átta mörk í leiknum, þar af fimm úr vítum. Hann var að minnka muninn í eitt mark, 29-28. Það eru sviptingar í leiknum, það vantar ekki. 18:54 Jæja strákarnir eru vaknaðir aftur og hafa náð að skora þrjú mörk í röð. Munurinn orðinn tvö mörk, Frökkum í vil. 18:52 Loksins náði íslenska liðið að skora. Það var Logi Geirsson sem gerði fjórða markið sitt og minnkaði muninn í fjögur mörk 29-25. 18:49 Heimamenn komnir með tökin á leiknum og hafa náð fimm marka forystu 29-24. Leikur íslenska liðsins hefur hrunið. 18:45 Frakkar náðu tveggja marka forystu 26-24. Alexander skaut framhjá og Frakkar aftur í sóknina. Dæmt var brot á Róbert Gunnarsson og fékk hann að líta rauða spjaldið frá dómaranum. 18:41 Liðin skiptast á að skora og það stefnir allt í að það verði spenna allt til loka. 17 mínútur búnar af seinni hálfleik og staðan er 25-24 fyrir Frakka. 18:38 Alexander jafnaði í 22-22. Frakkar fóru illa að ráði sínu í sókninni og Ísland vann boltann aftur. Ólafur Stefánsson kom Íslandi yfir en aftur svöruðu Frakkar. Það er jafnt á öllum tölum. 18:34 Ísland komst yfir 21-20 en Frakkar náðu að jafna. 18:30 Íslenska liðið hefur náð að jafna í 20-20. Snorri Steinn er kominn með sex mörk í leiknum og Ólafur er kominn með þrjú. 18:27 Logi Geirsson er orðinn næstmarkahæstur í íslenska liðinu. Hefur skorað þrjú mörk. Frakkar eru enn skrefinu á undan og leiða 19-18. 18:23 Seinni hálfleikur er farinn af stað og þrjú mörk komin í honum. Ólafur með sitt annað mark en hin tvö frá heimamönnum, 18-17. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Snorri Steinn Guðjónsson 5 (3 víti), Alexander Petersson 2, Logi Geirsson 2, Ólafur Stefánsson 1, Sigfús Sigurðsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Róbert Gunnarsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson. 18:10 Hálfleikur: Frakkland - Ísland 16-16 - Það er kominn hálfleikur í leiknum. Ólafur Stefánsson jafnaði í 15-15 en strax á eftir endurheimtu heimamenn forystuna. Íslenska liðið tók svo leikhlé þegar hálf mínúta var eftir og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sitt fyrsta mark og jafnaði. Staðan 16-16. 18:05 Snorri var markahæstur í íslenska liðinu í gær og stefnir í það sama í kvöld. Hann hefur skorað fimm mörk, þar af þrjú úr vítum. Frakkar voru að komast yfir 15-14. Stutt í hálfleik. 18:02 Hreiðar Guðmundsson hefur verið í markinu síðustu mínútur og náð að verja þrjú skot á skömmum tíma. Brotið var á Guðjóni Val og dæmt vítakast. Snorri Steinn skoraði úr vítinu og jafnaði í 13-13. Fjórar mínútur til hálfleiks. 17:58 Frakkar með tvö mörk í röð og Ólafur Stefánsson misnotaði síðan vítakast eftir að brotið hafði verið á Snorra. Logi Geirsson tók síðan sitt fyrsta skot og skoraði sitt fyrsta mark. 12-11 fyrir Frakka. 17:54 Frakkar komust tveimur mörkum yfir áður en Snorri Steinn minnkaði muninn með þriðja marki sínu. Sigfús Sigurðsson jafnaði síðan í 10-10. Tæpar 18 mínútur liðnar af leiknum. 17:50 Guðjón Valur Sigurðsson náði að koma sér á blað og jafna í 8-8. Frakkar endurheimtu síðan forystuna. Það er vel mætt á leikinn í dag og ekki autt sæti sjáanlegt í höllinni. 17:47 Frakkar hafa skorað þrjú mörk í röð og eru komnir yfir 8-7. Fyrsta sinn sem Frakkar eru yfir í leiknum. 13 mínútur rúmar liðnar af leiknum. 17:45 Snorri Steinn skoraði sitt annað mark í leiknum eftir hraða sókn. Frakkar svöruðu strax á eftir. 6-7 er staðan. 17:43 Íslenska liðið hefur verið manni færri síðustu mínútur og Frakkarnir náð að nýta sér það. Hafa minnkað muninn í aðeins eitt mark. 17:40 Franska liðið minnkaði muninn en Ísland fékk svo vítakast. Snorri Steinn Guðjónsson fór á vítalínuna og skoraði fyrsta mark sitt. Þess má geta að dómararnir í dag eru franskir eins og allir aðrir dómarar sem dæma á mótinu. 17:37 Góð byrjun hjá íslenska liðinu sem náði þriggja marka forskoti 5-2. Björgvin Páll Gustavsson byrjar í markinu og var að verja glæsilega. 17:35 Íslenska liðið að vinna 4-2. Mikið skorað í byrjun. Alexander Petersson byrjar vel og er kominn með tvö mörk. 17:32 Róbert Gunnarsson braut ísinn og skoraði fyrsta mark leiksins en Frakkar jöfnuðu í næstu sókn. Þá kom Sigfús Sigurðsson og svaraði strax. 2-1 fyrir Ísland. 17:30 Leikurinn er farinn af stað en hann er hluti af lokaundirbúningi þessara liða fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Peking í ágúst. Við bendum á að haldið verður utan um markaskorara Íslands hér neðst á síðunni. _______________________Markaskorarar Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8 (5 víti), Ólafur Stefánsson 5, Logi Geirsson 4, Alexander Petersson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Íslenska landsliðið lék í dag annan leik sinn á æfingamóti í Frakklandi. Leikið var gegn heimamönnum sem unnu 31-28 sigur. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Í gær tapaði liðið fyrir Spánverjum en í hádeginu á morgun leikur það gegn Egyptalandi. Þessir leikir eru hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir Ólympíuleikana. Staðan í hálfleik í kvöld var 16-16 en Frakkar voru sterkari í seinni hálfleik. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Frakkland - Ísland 31-28 Markaskorarar Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8 (5 víti), Ólafur Stefánsson 5, Logi Geirsson 4, Alexander Petersson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. _______________________ 19:07 Leik lokið - Frakkar hrósa þriggja marka sigri. 19:05 Frakkar tóku leikhlé og skoruðu strax eftir það. 31-28. 19:00 Tvær mínútur til leiksloka og Frakkar hafa tveggja marka forystu 30-28. 18:57 Snorri Steinn öryggið uppmálað á vítalínunni. Hann er kominn með átta mörk í leiknum, þar af fimm úr vítum. Hann var að minnka muninn í eitt mark, 29-28. Það eru sviptingar í leiknum, það vantar ekki. 18:54 Jæja strákarnir eru vaknaðir aftur og hafa náð að skora þrjú mörk í röð. Munurinn orðinn tvö mörk, Frökkum í vil. 18:52 Loksins náði íslenska liðið að skora. Það var Logi Geirsson sem gerði fjórða markið sitt og minnkaði muninn í fjögur mörk 29-25. 18:49 Heimamenn komnir með tökin á leiknum og hafa náð fimm marka forystu 29-24. Leikur íslenska liðsins hefur hrunið. 18:45 Frakkar náðu tveggja marka forystu 26-24. Alexander skaut framhjá og Frakkar aftur í sóknina. Dæmt var brot á Róbert Gunnarsson og fékk hann að líta rauða spjaldið frá dómaranum. 18:41 Liðin skiptast á að skora og það stefnir allt í að það verði spenna allt til loka. 17 mínútur búnar af seinni hálfleik og staðan er 25-24 fyrir Frakka. 18:38 Alexander jafnaði í 22-22. Frakkar fóru illa að ráði sínu í sókninni og Ísland vann boltann aftur. Ólafur Stefánsson kom Íslandi yfir en aftur svöruðu Frakkar. Það er jafnt á öllum tölum. 18:34 Ísland komst yfir 21-20 en Frakkar náðu að jafna. 18:30 Íslenska liðið hefur náð að jafna í 20-20. Snorri Steinn er kominn með sex mörk í leiknum og Ólafur er kominn með þrjú. 18:27 Logi Geirsson er orðinn næstmarkahæstur í íslenska liðinu. Hefur skorað þrjú mörk. Frakkar eru enn skrefinu á undan og leiða 19-18. 18:23 Seinni hálfleikur er farinn af stað og þrjú mörk komin í honum. Ólafur með sitt annað mark en hin tvö frá heimamönnum, 18-17. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Snorri Steinn Guðjónsson 5 (3 víti), Alexander Petersson 2, Logi Geirsson 2, Ólafur Stefánsson 1, Sigfús Sigurðsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Róbert Gunnarsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson. 18:10 Hálfleikur: Frakkland - Ísland 16-16 - Það er kominn hálfleikur í leiknum. Ólafur Stefánsson jafnaði í 15-15 en strax á eftir endurheimtu heimamenn forystuna. Íslenska liðið tók svo leikhlé þegar hálf mínúta var eftir og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sitt fyrsta mark og jafnaði. Staðan 16-16. 18:05 Snorri var markahæstur í íslenska liðinu í gær og stefnir í það sama í kvöld. Hann hefur skorað fimm mörk, þar af þrjú úr vítum. Frakkar voru að komast yfir 15-14. Stutt í hálfleik. 18:02 Hreiðar Guðmundsson hefur verið í markinu síðustu mínútur og náð að verja þrjú skot á skömmum tíma. Brotið var á Guðjóni Val og dæmt vítakast. Snorri Steinn skoraði úr vítinu og jafnaði í 13-13. Fjórar mínútur til hálfleiks. 17:58 Frakkar með tvö mörk í röð og Ólafur Stefánsson misnotaði síðan vítakast eftir að brotið hafði verið á Snorra. Logi Geirsson tók síðan sitt fyrsta skot og skoraði sitt fyrsta mark. 12-11 fyrir Frakka. 17:54 Frakkar komust tveimur mörkum yfir áður en Snorri Steinn minnkaði muninn með þriðja marki sínu. Sigfús Sigurðsson jafnaði síðan í 10-10. Tæpar 18 mínútur liðnar af leiknum. 17:50 Guðjón Valur Sigurðsson náði að koma sér á blað og jafna í 8-8. Frakkar endurheimtu síðan forystuna. Það er vel mætt á leikinn í dag og ekki autt sæti sjáanlegt í höllinni. 17:47 Frakkar hafa skorað þrjú mörk í röð og eru komnir yfir 8-7. Fyrsta sinn sem Frakkar eru yfir í leiknum. 13 mínútur rúmar liðnar af leiknum. 17:45 Snorri Steinn skoraði sitt annað mark í leiknum eftir hraða sókn. Frakkar svöruðu strax á eftir. 6-7 er staðan. 17:43 Íslenska liðið hefur verið manni færri síðustu mínútur og Frakkarnir náð að nýta sér það. Hafa minnkað muninn í aðeins eitt mark. 17:40 Franska liðið minnkaði muninn en Ísland fékk svo vítakast. Snorri Steinn Guðjónsson fór á vítalínuna og skoraði fyrsta mark sitt. Þess má geta að dómararnir í dag eru franskir eins og allir aðrir dómarar sem dæma á mótinu. 17:37 Góð byrjun hjá íslenska liðinu sem náði þriggja marka forskoti 5-2. Björgvin Páll Gustavsson byrjar í markinu og var að verja glæsilega. 17:35 Íslenska liðið að vinna 4-2. Mikið skorað í byrjun. Alexander Petersson byrjar vel og er kominn með tvö mörk. 17:32 Róbert Gunnarsson braut ísinn og skoraði fyrsta mark leiksins en Frakkar jöfnuðu í næstu sókn. Þá kom Sigfús Sigurðsson og svaraði strax. 2-1 fyrir Ísland. 17:30 Leikurinn er farinn af stað en hann er hluti af lokaundirbúningi þessara liða fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Peking í ágúst. Við bendum á að haldið verður utan um markaskorara Íslands hér neðst á síðunni. _______________________Markaskorarar Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8 (5 víti), Ólafur Stefánsson 5, Logi Geirsson 4, Alexander Petersson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira