Viðskipti erlent

Bretland á barmi kreppu

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur varað landa sína við yfirvofandi kreppu.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur varað landa sína við yfirvofandi kreppu. Mynd/AP

Breska hagkerfið dróst saman um eitt prósent frá september fram í enda nóvember, sam kvæmt nýbirtum gögnum bresku hagstofunnar. Dragist hagvöxtur saman tvo fjórðunga í röð má segja að samdráttarskeið sé runnið upp, samkvæmt þumalfingursreglum. Sú stund er nú næstum runnin upp í Bretlandi en hagkerfið dróst saman um hálft prósentustig á þriðja ársfjórðungi.

Hagtölur fyrir árið í heild, þar á meðal þriðja ársfjórðung, munu eðli málsins samkvæmt liggja fyrir í janúar, samkvæmt breska ríkisútvarpinu.

Verði samdráttur á fjórða ársfjórðungi má því segja að kreppan hafi numið þar land.

BBC bendir á í dag, að Gordon Brown, forsætisráðherra, útiloki ekki að sú geti orðið niðurstaðan og að kreppan gæti orðið dýpri en menn hafi óttast.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×